Saga - 2019, Blaðsíða 74
dóttur frá Grenjaðarstað. Sá þáttur í lífi frelsishetjunnar Baldvins
hafði ekki farið hátt í íslenskri sagnfræði. Rannsókn Nönnu var
gefin út á bók á vegum Hins íslenska bókmenntafélags árið 1961 og
fékk góðar viðtökur. Þetta er, sýnist mér, fyrsta fræðilega íslenska
ævisagan sem skrifuð er af konu. Nanna var ein þeirra kvenna sem
stóðu að og skrifuðu í sósíalíska kvennatímaritið Melkorku. Nanna
var skjalavörður um árabil, líkt og algengt var með fyrstu konurnar
sem luku sagnfræðiprófi í Danmörku, og hún skrifaði fræðilegar
greinar og ritgerðir.69 Hún varð fyrsta konan til þess að birta fræði -
lega ritgerð í tímaritinu Sögu árið 1961, um húsaskipan Íslend inga
til forna. Sautján ár liðu þar til næsta ritgerð konu birtist í þessu fag-
tímariti sagnfræðinga (1978).70
Einnig má nefna Ólafíu Einarsdóttur sem varð fyrsta konan til að
ljúka doktorsprófi í sagnfræði. Hún lauk prófi í miðaldasögu við
Háskólann í Lundi í Svíþjóð árið 1964. Hún starfaði síðan í Lundi og
Kaupmannahöfn og beindi sjónum meðal annars að sögu og stöðu
íslenskra miðaldakvenna.71 Selma Jónsdóttir listfræðingur varð fyrst
kvenna til þess að verja doktorsritgerð við Háskóla Íslands. Það var
í listasögu árið 1960 og fjallaði ritgerð hennar um býsanska dóms-
dagsmynd frá Flatatungu í Skagafirði. Hátíðarsalur Háskóla Íslands
var „þéttskipaður áheyrendum, bæði niðri og uppi, og urðu margir
að standa“, enda merkur viðburður í íslenskri menningarsögu.72 Og
erla hulda halldórsdóttir72
69 „Íslenzkar konur, sem unnið hafa að rannsóknum í sagnfræði og íslenzkri
menningarsögu“, Nýtt kvennablað 4–5 (1967); Sjöfn Kristjánsdóttir, „Nanna
Ólafsdóttir — Kveðjuorð“, Morgunblaðið 9. febrúar 1992, bls. 27; Ártöl og áfangar
í sögu íslenskra kvenna. Ritstj. Erla Hulda Halldórsdóttir og Guðrún Dís Jónatans -
dóttir (Reykjavík: Kvennasögusafn Íslands 1998), bls. 42; Anna Agnars dóttir
o.fl. „Aðfaraorð ritstjórnar“, Kvennaslóðir. Rit til heiðurs Sigríði Th. Erlendsdóttur
sagnfræðingi. Ritstj. Anna Agnarsdóttir o.fl. (Reykjavík: Kvenna sögusafn Ís -
lands 2001), bls. 10; Nanna Ólafsdóttir, Baldvin Einarsson og þjóðmálastarf hans
(Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 1961).
70 Tímaritið Saga hóf göngu sína árið 1949 (fyrsta kápan er merkt 1949 en mun
hafa komið út 1950). Sjá: Efnisskrá tímarita Sögufélags. Monika Magnúsdóttir tók
saman (Reykjavík: Sögufélag 2000).
71 Ártöl og áfangar, bls. 40–41. Ítarlega umfjöllun um ævistarf Ólafíu má finna í
tímaritinu Sögu árið 2010 en Ólafía var sæmd heiðursdoktorsnafnbót í forn-
leifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands árið 2009. Sjá:
Saga 48:1 (2010), bls. 173–193.
72 Morgunblaðið 17. janúar 1960, bls. 2 og 24. Sjá einnig: „Íslenzkar konur, sem
unnið hafa að rannsóknum í sagnfræði og íslenzkri menningarsögu“, Nýtt
kvennablað 4–5 (1967), bls. 2–4; Ártöl og áfangar, bls. 42.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 72