Saga - 2019, Blaðsíða 194
órar og enginn kom honum til hjálpar. Hversu illa sem mönnum var við
Jónas frá Hriflu efaðist enginn um vald hans til að víkja mönnum úr emb -
ætti ef ástæður voru til. Menn vissu um brotalamirnar á embættisfærslu
Einars.
Jónas hafði engar vöflur á þegar hann fékk fregnir af viðbrögðum sýslu-
mannsins, sendi annað varðskip til Patreksfjarðar og nú var Hermann Jónas -
son, fulltrúi bæjarfógeta í Reykjavík, um borð. Hann skyldi setja sýslumann-
inn af með góðu eða illu. Það gerði hann á heimili hans þar sem sýsluskrif-
stofan var til húsa. Einari sýslumanni og Ragnheiði konu hans var heitt í
hamsi meðan á afsetningunni stóð og rak Einar Hermanni meðal annars
löðrung í atganginum.
Það sem eftir lifði ævi hins afsetta sýslumanns eða í tíu ár reyndi hann
árangurslaust að leita réttar síns og fá sig settan í embætti aftur svo að
jaðraði við algjöra þráhyggju og ofsóknaræði. Davíð Logi segir alla þá miklu
harmsögu í löngu máli. Hann segir að fárviðri hafi geisað í huga hans og
hann hafi verið haldinn ranghugmyndum. Líf Einars eftir þetta var helgað
málaferlum, stefnum og gagnstefnum, erindum til Alþingis og blaðaskrif -
um. Það hallaði hratt undan fæti hjá honum fjárhagslega því hann hafði
verið dæmdur til að greiða háa fjárhæð sem hann hafði verið talinn skulda
sýslumannsembættinu og miklir peningar fóru í töpuð málferli. Davíð Logi
segir að það hafi verið ráðgáta hvernig Einar sá fjölskyldu sinni farborða
síðustu æviárin en hann varð bráðkvaddur 1937.
Það skín í gegnum frásögn Davíðs Loga að hann finnur sárt til með
Einari sýslumanni í öllum hans þrengingum. Hann finnur honum ýmislegt
til málsbóta, meðal annars leiðir hann undir lokin fram frásögn Jóns úr Vör
sem segir að það hafi verið Einari sýslumanni að þakka að heimili blá -
fátækra fósturforeldra hans hafi ekki farið undir hamarinn og heimilið leyst
upp. Hann tínir líka til góða kosti Einars sýslumanns, svo sem að hann lét
heimili sitt ekki gjalda reiði sinnar í garð stjórnvalda en var glaður og góður
heimilisfaðir. Kona hans, Ragnheiður Hall, stóð með honum í gegnum
þykkt og þunnt.
Smávægileg ónákvæmni er á stöku stað. Á bls. 23 er sagt að norski fán-
inn hafi blakt við hús eitt á Geirseyri árið 1927. Það getur varla staðist. Pétur
A. Ólafsson, sem var norskur konsúll á staðnum, var fyrir löngu fluttur í
burtu þegar þetta var og er mér ekki kunnugt um neinn annan norskan
konsúl á Patreksfirði. Þá segir á bls. 27 að enginn ráðherra í ríkisstjórn
Tryggva Þórhallssonar hafi haft reynslu af að höndla með fjármuni. Magnús
Kristjánsson fjármálaráðherra hafði raunar slíka reynslu. Hann hafði lengi
verið kaupmaður og útgerðarmaður á Akureyri og síðan forstjóri Lands -
verslunar, stærstu verslunar landsins, um árabil. Á bls. 93 segir að sýslu-
mannshúsið á Patreksfirði hafi verið „á Klifinu, innst í plássinu, við Aðal -
strætið“. Þetta er frekar ónákvæmt orðað. Klifið stendur allhátt milli Vatn -
eyrar og Geirseyrar og plássið því báðum megin við það.
ritdómar192
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 192