Saga - 2019, Blaðsíða 207
ishlaðið. Til dæmis: „Samfélagið var hart og lífið erfitt í góðæri, hvað þá
þegar harðindi gengu yfir eins og í þessu núi. Lífið hékk á bláþræði, er
óhætt að segja“ (bls. 126).
Þórunn dregur upp dökka mynd af öldinni. Til dæmis um sýslumannsár
Skúla í Skagafirði og refsingar á þingum: „Það er ekki fyrir viðkvæma að lifa
sig inn í aumasta veruleika þessarar aldar. Fólk var pyntað á þingum og
bændum skipað að horfa á. yfir svona hryllingi stendur söguhetja vor og
verður að bera sig vel“ (bls. 128). Hún sviðsetur af mikilli innlifun og höfðar
til meðaumkunar lesandans: „Þreföld brunalykt af mannsholdi barst í nef
Skúla og viðstaddra bænda, á meðan þrír niðurbrotnir menn þoldu opinber-
ar pyntingar. Biðjast þeir vægðar? Kveina, veina og gráta?“ Og bætir svo
við: „Öldin elskar grimmd. Halda verður fólkinu í skefjum“ (bls. 129). Svona
sviðsetningar eru áhrifaríkar en mega teljast fullgildishlaðnar fyrir gott
sagnfræðiverk. Myndin sem lesandinn fær af átjándu öldinni er grimmd,
eymd og hryllingur.
Þrátt fyrir að ekki sé vitnað til heimilda í bókinni er ljóst að höfundur
byggir ýmislegt frá æsku- og ungdómsárum Skúla á ævisögubroti hans
sjálfs svo langt sem sú saga nær. Hún sækir í söguna ýmis skemmtileg sam-
töl og vel þekktar tilvitnanir, oft án þess að geta þess á nokkurn hátt: „Einar
afi skipaði Skúla að varast það að vega skakkt og „nú skaltu, elskan mín,
fara í skóla og læra latínuna almennilega““ (bls. 36). Vandkvæði á notkun
heimildarinnar eða trúverðugleika ræðir hún ekki, svo sem að þetta séu
samtöl sem áttu sér stað mörgum árum áður en þau voru skrifuð niður og
geta hæglega hafa bjagast í áranna rás, eru kannski eftiráskýringar á löngu
liðnum atburðum. Hvað eru sviðsetningar höfundar og hvað samtöl sem
hún sækir í sögu Skúla liggur ekki heldur alltaf ljóst fyrir. Áhugavert hefði
verið fyrir lesendur að geta áttað sig betur á því.
Í síðari hluta bókarinnar, frá og með sjöunda kafla, þegar Skúli er orðinn
landfógeti breytir nokkuð um tón í bókinni. Grimmdin og eymdin hverfur
en umræða um viðreisn og uppbyggingu verður meira áberandi. Nú nálgast
höfundur efnið „afstætt og innlifunarlega“ eins og hún segir sjálf (bls. 187).
Umfjöllun um Innréttingarnar og aðkomu Skúla að þeim er stutt og ágæt og
byrjar á frumlegri tengingu við Evrópu og Norðurlönd. Hugmyndir kvikna
ekki af sjálfu sér eins og höfundur segir (bls. 175–176) og má til sanns vegar
færa.
Í umfjöllun um vefsmiðjur Innréttinganna má segja að „innlifunar-
sagnfræðin“ nái hámarki ef svo má að orði komast. „Bláar treyjur og ljós-
grænt vaðmál fyrir fógetafrúna, blátt vaðmál og treyjur fyrir lögmanninn.
Rauðar buxur og bláar, skærar eins og Megas gekk hér í fyrstur manna eftir
að dökka og litlausa tískan heltók karlkynið í París um miðja nítjándu öld“
(bls. 188). Ekki skal efast um að margt í þessu sé satt og rétt en segir lesand-
anum ekki mikið nema hvernig höfundur sér hlutina fyrir sér. „Dýrindis
dúka- og klæðagerð fer fram. Framleitt er flannel, hörléreft, hörstrigi, svana-
ritdómar 205
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 205