Saga


Saga - 2019, Blaðsíða 94

Saga - 2019, Blaðsíða 94
inn í lög, mál sem ekki á að vera hægt að ljúka nema með opinberri refsingu.21 Um þann sem gerist sekur um víg giltu allt aðrar reglur samkvæmt Grágás. Hann hafði rétt á að lýsa víginu á hendur sér og greiða ásamt ættingjum sínum bætur fyrir hinn látna, svokallaða fjörbauga.22 Ný lögbók var sett á Íslandi árið 1281, Jónsbók. Í henni var gerður greinarmunur á tvenns konar mannvígum, níðingsvígi og öðru vígi. Sá sem gerðist sekur um níðingsvíg var óbótamaður, þ.e. hann gat ekki leyst sig frá málinu að fullu með því að greiða fjölskyldu hins drepna bætur. Níðingsverkið var þó víg eins og önnur víg, því var lýst, það var opinbert og var því ekki morð. Það hafði hins vegar aðra stöðu fyrir lögum en hin tegundin og var það oft vegna þess að stofnanir eins og konungsvald eða kirkja tóku sér einokunarvald á beitingu refsinga fyrir ofbeldi í ákveðnum málum, eins og í málinu þegar Páll á Skarði var veginn. Hann hafði verndarbréf konungs og því varð víg hans ekki bætt að fullu með manngjöldum til fjölskyldu Páls, heldur þurfti konungur líka að fá bætur eða beita refsingu til að réttlætinu væri fullnægt. Fyrir önnur víg var unnt að greiða bætur að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og var málinu þá lokið. Meðal annars varð að lýsa víginu á hendur sér samdægurs innan héraðs og „ok nefna sik á nafn ok náttastað sinn ok herað þat sem hann er ór, ok lýsa fyrir frjálsum manni ok fulltíða“.23 Samkvæmt Jóns bók gilti að ef víglýsing kom fram og var dæmd gild af opinber- um dómstóli voru erfingjum þess sem drepinn var dæmdar bætur, sem vegandinn skyldi greiða.24 Í Jónsbók var einnig talað um morð, líkt og í Grágás, og um slíkt athæfi voru aðrar reglur en um bæði víg og níðingsverk.25 Miklu máli skiptir að miðstjórnarvald í nútímaskilningi var ekki til. Konungsvaldi hafði eins og áður segir tekist að koma á þeirri reglu, líklega á þrettándu öld, að fyrir manndráp skyldi greitt þegn- gildi og málið tekið til opinbers dómstóls, en lengra náðu afskipti ríkisvaldsins ekki. Frá fjórtándu öld eru til 13 dæmi um aftökur á dæmdum morðingjum af hálfu ríkisvaldsins hér á landi fyrir víg eða árni daníel júlíusson92 21 Jónsbók (Odense: Odense Universitetsforlag 1970), bls. 37. 22 Grágás, bls. 447–459. 23 Jónsbók, bls. 46. Sjá einnig Þórð Björnsson, „Um vígsakir á Íslandi á 14. öld“, bls. 335‒351. 24 Jónsbók, bls. 46–48. 25 Jónsbók, bls. 46. Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.