Saga - 2019, Blaðsíða 73
voru karlar sem gegndu stöðum í faginu og framgangur kvenna
sem kennara innan Háskóla Íslands var mjög hægur. Konur í hópi
stúdenta við Háskóla Íslands voru hlutfallslega fáar fyrstu áratugina
og margar þeirra luku ekki námi heldur létu nægja að ljúka fyrsta
árinu, heimspekilegum forspjallsvísindum, eða hættu námi þegar
þær giftu sig. Það tíðkaðist ekki að giftar konur stunduðu nám og
samfélagið var frekar andsnúið háskólamenntun kvenna.67
Þegar komið var fram yfir 1940 og einkum eftir miðja öldina
fjölgaði konum sem luku háskólanámi, þar á meðal í sagnfræði -
tengdu námi. Um þær var fjallað í útvarpsdagskrá Menningar- og
minningarsjóðs kvenna 27. september 1966 undir heitinu „Um rann-
sóknir kvenna í sagnfræði og íslenzkri menningarsögu“. Umsjónar -
menn voru Katrín Smári og Anna Sigurðardóttir. Stytt útgáfa var
birt í Nýju kvennablaði árið 1967.68 Þessar fræðikonur voru Steinunn
Stefánsdóttir listfræðingur, Arnheiður Sigurðardóttir, magister í
íslenskum fræðum, Elsa E. Guðjónsson, magister í textílfræðum og
listasögu, Karólína Einarsdóttir, cand. mag. í íslenskum fræðum,
Nanna Ólafsdóttir sagnfræðingur, Ólafía Einarsdóttir sagnfræð -
ingur og Selma Jónsdóttir listfræðingur. Athyglisvert er að flestar
voru þessar konur virkar í kvennahreyfingunni í gegnum blaða- og
tímaritaútgáfu kvenna þar sem þær ýmist skrifuðu í blöðin, voru rit-
stjórar um tíma eða sátu í ritnefnd.
Ekki er rúm til þess hér að fjalla um hverja konu fyrir sig en geta
verður sérstaklega Nönnu Ólafsdóttur sem lauk meistaraprófi í
íslenskum fræðum fyrst kvenna við Háskóla Íslands árið 1958 með
ritgerð í sagnfræði um Baldvin Einarsson og þjóðmálastarf hans.
Þeim áfanga var fagnað í lítilli frétt í Húsfreyjunni sama ár. Þótt þar
væri ekki kvennasaga á ferð fjallar Nanna í bókinni um einkalíf
Baldvins og konuna sem hann elskaði og sveik, Kristrúnu Jóns -
sögulegir gerendur og aukapersónur 71
Ritstj. Gunnar Karlsson (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2011). Um hlut kvenna sjá
einnig Morgunblaðið 29. september 2001, bls. 4D. Um sagnfræði og sagnaritun
á Íslandi sjá t.d. tímaritið Saga 38 (2000). Þess má geta að kona fékk fyrst fasta
stöðu í sagnfræði við Háskóla Íslands árið 1991.
67 Guðmundur Hálfdanarson, „Embættismannaskólinn 1911–1961“, Aldarsaga
Háskóla Íslands, bls. 178, 180, 241–247; Morgunblaðið 29. september 2001, bls. 4D.
68 KSS 4 (Kvennasögusafn Íslands). Einkaskjalasafn Önnu Sigurðardóttur. Handrit
Önnu og Katrínar Smára að útvarpsþættinum, „Um rannsóknir kvenna í
sagnfræði og íslenzkri menningarsögu“; „Íslenzkar konur, sem unnið hafa að
rannsóknum í sagnfræði og íslenzkri menningarsögu“, Nýtt kvennablað 4–5
(1967), bls. 2–4.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 71