Saga - 2019, Blaðsíða 187
gefur færi á að beina sjónum út fyrir höfuðstaðinn sem eðli málsins sam-
kvæmt hefur tilhneigingu til að verða miðpunktur í sögu af þessu tagi (og
fær enda gott pláss síðar í bókinni). Frásögnin staldrar við mannlíf og sam-
félag á leiðinni, fyrst og fremst áfangastaði strandferðaskipsins, svo sem
Ísafjörð, Siglufjörð, Akureyri og Seyðisfjörð. En jafnframt er litið í land á
stöðum sem Sterling siglir fram hjá, til dæmis á Hornströndum þar sem
Jakobína Sigurðardóttir skáldkona er nýfædd: „Jakobína fæddist 8. júlí 1918,
elst af þrettán systkinum. Hún er því aðeins nokkurra daga gömul þegar
Sterling siglir hjá í sinni fimmtu hringferð þá um sumarið“ (bls. 145). Hér er
tilefni til að kynna til sögunnar íslenska skáldkonu og lýsingu hennar á
bernskudögum sínum í Hælavík. Auk þess er minnst á samsetningu mann-
fjöldans, að fjölskyldur hafi oft verið barnmargar, þriðji hver Íslendingur 14
ára eða yngri og meðalaldurinn 28,6 ár. Þegar komið er að Norðausturlandi
koma við sögu Framsóknarflokkurinn, viðhorf Jóns Sigurðssonar í yztafelli
til sveitamenningar sem og ísbjörn sem réðist inn á bæinn Eldjárnsstaði á
Langanesi. Frásögnin verður hröð og full af áhugaverðum útúrdúrum. Þessi
aðferð, að láta eitt leiða af öðru og fara um víðan völl svo að segja, hefur
ótví ræða kosti en um leið er hætta á að framvindan og efnistökin verði
losara leg og nokkuð ber á því í þessum hluta.
Að sama skapi er hætta á að sú léttleikandi frásögn sem Gunnar hefur
svo gott vald á endi í ómarkvissum vangaveltum eða geti af sér órökstuddar
fullyrðingar. Sérstaklega ber á því þegar leitast er við að tengja fortíð og
nútíð. Þannig leiðir umfjöllun um menningartengsl Íslands og Danmerkur
út í umfjöllun um Gunnar Gunnarsson og fleiri höfunda sem skrifuðu á
dönsku ólíkt Halldóri Laxness sem skrifaði á íslensku. Spurt er hvað gerst
hefði ef Halldór Laxness hefði skrifað á dönsku og „hugsanlega fleiri rithöf-
undar sem á eftir komu? Væri staða íslenskra bókmennta og íslenskunnar
þá ekki önnur en hún er nú? Myndu Arnaldur og yrsa hafa skrifað saka-
málasögur á dönsku? Spændende! Hefði það ekki óhjákvæmilega sett mark
sitt á sjálfsmynd þjóðarinnar og sjálfstæðishugmyndir hennar?“ (bls. 193).
Af svipuðum toga er fullyrðing um að karlmenn í hörðum heimi stjórnmál-
anna gráti ekki (bls. 120). Er það örugglega svo? Og má slá því föstu að
„fólk“ hafi ekki kippt sér upp við umvandanir menntamanna (bls. 166) eða
að „áfjáðir lesendur“ hafi ekki látið sig „muna um að gleypa í sig heilu
fræðidoðrantana“ sem nútímalesendum þættu „líklega harðir undir tönn“
ef þar mátti finna „rök fyrir sögulegum rétti þjóðarinnar til sjálfstæðis“ (bls.
97)? Þá má deila um hvort það sé til bóta að skjóta inn athugasemdum um
erlenda ferðamenn sem ekki voru á ferðinni um Ísland árið 1918, ólíkt því
sem nú er (bls. 17 og 145).
Í síðasta hluta bókarinnar, „Sjálfstæði“, er aftur vikið að sambandslaga-
sáttmálanum, nánar tiltekið viðtökum hans í Danmörku og á Íslandi og
þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram fór í október. Inn í það tvinnast umfjöll-
un um „nýjar raddir“, aðallega konur, og hugleiðingar um hverjir tóku þátt
ritdómar 185
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 185