Saga - 2019, Blaðsíða 61
til þess að skrifa sögu kvenna.20 Christine de Pizan var frönsk lær-
dómskona af ítölskum ættum. Hún fékkst við skriftir, bæði við að
skrifa upp bækur (prentverkið var enn í mótun) og semja eigin rit.
„Bókin um borg kvennanna“ er andsvar og rökræða við kvenhat-
ursrit þess tíma og ríkjandi hugmyndir um hlutverk og eðli kvenna.
Í bókinni er borg kvennanna byggð frá grunni með sögum af kven-
hetjum og markverðum konum sem höfðu haft áhrif á þróun sið -
menningarinnar, listir, stjórnmál, menningu og andleg málefni. Á
þann hátt voru frásagnir af konum, jafnt goðsögulegum sem sann-
sögulegum persónum, notaðar til þess að grafa undan málflutningi
kvenhatursmanna og um leið að ýta undir sjálfsvirðingu kvenna.21
Um aldamótin 1800 hafði skrifandi konum fjölgað mjög enda
bæði lestrar- og skriftarkunnátta orðin almennari en áður og konur
skrifuðu í auknum mæli sendibréf og dagbækur. Skáldsögur streymdu
úr prentvélum í hendur kvenna sem höfðu kunnáttu og tíma til þess
að lesa.22 Og konur skrifuðu sjálfar bækur, bæði skáldskap og sagn -
fræði, sem stundum fléttaðist saman í sögulegar skáldsögur. Þannig
varð til annars konar saga en í hefðbundnum sagn fræði ritum.23
Enski skáldsagnahöfundurinn Jane Austen er oft nefnd í þessu
sambandi því sögur hennar lýsa ekki aðeins lífi og aðstæðum
sögulegir gerendur og aukapersónur 59
20 Christine de Pizan, The Book of the City of Ladies. Þýðing úr frönsku og inngangur
eftir Rosalind Brown-Grant (London: Penguin Books 1999); Laurel Thatcher
Ulrich, Well-Behaved Women Seldom Make History (New york: Vintage Books 2007),
bls. 10–20; Companion to Women’s Historical Writing. Ritstj. Mary Spong berg,
Barbara Caine og Ann Curthoys (Basingstoke: Palgrave Macmillan 2010 [2005]),
bls. xiv–xviii, 176–178, 413–415; Spongberg, Writing Women‘s History , bls. 65–67.
21 Inngangur Rosalind Brown-Grant í Pizan, The Book of the City of Ladies, bls. xvi–
xxxvi; Spongberg, Writing Women’s History, bls. 65–67; Thatcher Ulrich, Well-
Behaved Women Seldom Make History, bls. 10–20; Vef: Erla Hulda Halldórsdóttir,
„„Konur sem haga sér vel komast ekki á spjöld sögunnar“ — eða hvað?“,
Hugrás 31. maí 2017, http://hugras.is/2017/05/konur-sem-haga-ser-vel-komast-
ekki-a-spjold-sogunnar-eda-hvad/, 17. febrúar 2019.
22 Um skrifandi og lesandi konur sjá t.d. Epistolary Selves: Letters and Letter-
Writers, 1600–1945. Ritstj. Rebecca Earle (Aldershot: Ashgate 1999); Dena
Goodman, Becoming a Woman in the Age of Letters (Ithaca: Cornell University
Press 2009); Genre and Women’s Life Writing in Early Modern England. Ritstj.
Michelle M. Dowd og Julie A. Eckerle (London: Routledge 2007); Julie A.
Eckerle, Romancing the Self in Early Modern Englishwoman’s Life Writing (Farn -
ham: Ashgate 2013).
23 Um ýmis rit af þessu tagi og höfunda þeirra er fjallað í uppsláttarritinu
Companion to Women‘s Historical Writing.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 59