Saga - 2019, Blaðsíða 97
Afleiðingarnar fyrir vegandann voru hins vegar meira í stíl við nýja
tíma því hann var tekinn af lífi.
Á tímabilinu 1450 til 1650, sem hér er til rannsóknar, voru með
öðrum orðum reglulega framin mannvíg, þrjú til átta á hverjum ára-
tug, allt fram til um 1540. Skammvinn mannvígaalda hófst á ný 1580
af óljósum orsökum en lauk um 1590 og eftir það voru nær engin
mannvíg framin hér á landi.
Fyrsta mannvígið sem getið er um á tímabilinu 1450–1650 er víg
Hallsteins Þorbjarnarsonar, sem framið var 1455.30 Það ár úrskurð -
aði Brandur lögmaður Jónsson að Óli Bjarnason, er að ófyrirsynju
hafði slegið Hallstein í hel, mætti fara til Noregs. Fram kom í dómn-
um að víglýsing Óla hafði verið dæmd lögleg og hann hafði greitt
bætur. Fyrsta og önnur greiðsla höfðu farið fram eftir dómi, „svo og
ei sidr gridin voro seld fyrir öllum frendum hins vegna og kongin -
um luktr sinn þegn“.31
Hér koma fram nokkur atriði sem koma reglulega fram í dómum
um þau rúmlega 50 víg sem framin voru á tímabilinu 1450–1540. Í
fyrsta lagi er skylda að flytja vegandann til Noregs á náð konungs,
sem skal úrskurða um endanleg örlög viðkomandi. Til er einn slíkur
úrskurður frá árinu 1480. Hann er landvistarbréf Gísla Filippus -
sonar, útgefið af Kristjáni I, fyrir víg Björns Vilhjálmssonar.32 Gísli
Filippusson var frá Haga á Barðaströnd, var bóndi þar og á Reyk -
hólum, lögréttumaður og síðar sýslumaður í Barðastrandarsýslu.
Í annan stað er þess getið að víglýsing hafi komið fram og sé lög-
leg. Þá er þess getið að mannbætur hafi verið greiddar, og í þriðja
lagi hafi „griðin verið seld“ fyrir öllum frændum hins vegna. Hér
glittir í einhvers konar sáttargerðarathöfn ekki ólíka þeim sem svo
góðar heimildir eru um frá Niðurlöndum frá sama tímabili.33 Til -
gangurinn er hinn sami, að tryggja að framhald verði ekki á mann-
vígum.
Í fjórða lagi er þess getið að konungi hafi verið dæmdar bætur
fyrir þegn sinn. Sem dæmi má nefna vígsmál Guðna Jónssonar árið
1459, en hann hafði vegið mann að nafni Guðmundur Magnússon.34
Guðni Jónsson var af svokallaðri Leppsætt og bróðir Páls þess sem
manndráp verður að morði 95
30 DI V, bls. 131.
31 DI V, bls. 131.
32 DI VI, bls. 305‒306.
33 Peter Spierenburg, A History of Murder, bls. 24 –32.
34 DI V, bls. 179–180.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 95