Saga - 2019, Blaðsíða 118
í garð starfsemi Eimskips á þessum tíma. Samkvæmt Guðmundi
Magnússyni áttu margir „erfitt með að skilja afstöðu þess til keppi-
nauta“ og þóttu stjórnendur þess hafa „of mikil ítök í þjóðfélaginu“,
sérstaklega um og eftir árið 1977.16 Einnig hefur Björn Jón Bragason
skrifað að stjórnendur ýmissa fyrirtækja sem veittu Eimskipi sam-
keppni á tuttugustu öld hafi sakað Eimskipafélagið um „að neyta
aflsmunar á markaðnum með óeðlilegum undirboðum“.17 Að minnsta
kosti er ljóst að fljótlega eftir að Bifröst var úr sögunni hækkaði Eim -
skip flutningsgjöld á ný um 18%.18
Tveimur árum síðar blandaði Hafskip sér í flutningana. Hafskip
hafði verið stofnað árið 1958 en tekið miklum stakkaskiptum með
eigendabreytingum og nýjum stjórnendum árin 1978 til 1979 og má
segja að þá hafi blómaskeið fyrirtækisins hafist. Björn Jón Bragason
hefur haldið því fram að samhliða uppgangi Hafskips hafi Eimskip
„vakna[ð] af löngum svefni“ og hafi þá verið ráðist í umfangsmiklar
skipulagsbreytingar innan fyrirtækisins.19 Þegar Rainbow Navi -
gation kom til sögunnar árið 1984 var staðan sú að Eimskip annaðist
um 70% varnarliðsflutninganna en Hafskip 30%.20
Fyrirtækið Rainbow Navigation var staðsett í Red Bank í New
Jersey og skráð í Delaware-ríki. Það hafði verið stofnað sérstaklega
vegna fyrirhugaðra Íslandssiglinga fyrir herinn í júlí 1983 og fékk
skipið Rainbow Hope að leigu frá sjóflutningadeild bandaríska sam-
gönguráðuneytisins.21 Stjórnendur voru þeir Theodore DeWitt og
Mark young en á tímabili var meirihluti fyrirtækisins í eigu stéttar-
félaga sjómanna og lífeyrissjóða.22 Þótt fyrirtækið hefði í raun rétt til
herflutninga til Íslands samkvæmt lögunum frá 1904 átti málið eftir
að valda miklu uppnámi á Íslandi vegna þess að íslensku skipa-
félögin ætluðu ekki að láta þessi viðskipti frá sér þegjandi og hljóða -
laust.
arnór gunnar gunnarsson116
16 Guðmundur Magnússon, Eimskip frá upphafi til nútíma, bls. 258.
17 Björn Jón Bragason, Hafskip í skotlínu, bls. 15.
18 Dagblaðið, 15. janúar 1980, bls. 1.
19 Björn Jón Bragason, Hafskip í skotlínu, bls. 16–17.
20 Guðmundur Magnússon, Eimskip frá upphafi til nútíma, bls. 276 og Morgun -
blaðið, 30. mars 1984, bls. 48.
21 Sks.E. (Skjalasafn Eimskips) yfirstjórn: forstjóri [Forstj.]. III. L-35/1. Bréf Joanne
W. young til Spencer Oliver, 17. júní 1986.
22 Sks.E. Forstj. III. F-163. Bréf Harðar Sigurgestssonar til Halldórs H. Jónssonar,
25. janúar 1990.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 116