Saga - 2019, Blaðsíða 156
sér í lagi menningarminjasöfn, eru vissulega vettvangur sagnfræð -
inga og annarra fræðimanna, bæði sem heimildasöfn og ekki síður
vettvangur miðlunar. Þegar kemur að sagnfræðilegri vinnu við sýn -
ingagerð hefur átt sér stað mikil þróun síðustu ár og óhætt er að
segja að slík vinna sé býsna sérhæfð þar sem söfn eru á margan hátt
sérstakur miðlunarvettvangur. Raunin er einnig sú að oft kemur að
slíkri miðlun og sýningagerð fjölbreyttur hópur fólks með margs
konar menntun og með ólíka sýn á viðfangsefnið og aðferðafræði.
Markmið sýninga á söfnum er iðulega að miðla sögunni til breiðs
hóps gesta sem hafa ólíkan bakgrunn og forsendur til að meðtaka
efnið. Á söfnum þarf að taka tillit til margvíslegra þátta er varða
markhópa og miðlunarleiðir.
Fjallað var um grunnsýningu Þjóðminjasafns Íslands í vorhefti
Sögu árið 2005 og þar kom fram að fjölbreytt og fagleg framsetning
skipti máli því „minjasöfn og alls kyns sýningagerð er vettvangur
sem í sífellt auknum mæli miðlar ólíkum þáttum sögunnar til almenn -
ings“.2 Þetta á sannarlega enn þá við og lykilþáttur í slíkri vinnu er
samfléttun handrits og hönnunar sem saman mynda sterka heild
upplifunar, skynjunar og skilnings á viðfangsefninu. Í því sambandi
má velta því fyrir sér hvernig sagnfræðingar og aðrir fræðimenn
miðla sögunni á söfnum, hvaða sjónarmið ráða för, hvernig við
náum jafnvægi milli sögunnar og munanna — sem segja má að séu
hráefnið og undirstaðan við gerð slíkra sýninga — og hvernig sú
vinna sé í samanburði við aðra sagnfræðilega miðlun svo sem við
ritun bóka eða greina. Þannig kvikna við þessa vinnu ýmsar grund-
vallarspurningar um miðlun sögu á söfnum. Hvernig höfum við
söguna til sýnis, hvaða sögu og hvernig snúum við okkur í þeim
efnum?
Hlutverk safna
Söfn eru mikilvægar stofnanir í hverju samfélagi, gjarnan með djúp-
ar sögulegar og félagslegar rætur og ríkar hefðir en í stöðugri þróun.
Söfn eru samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum varanlegar stofn-
anir sem starfa í þágu þjóðfélags og framþróunar og hafa það hlut-
verk að „safna efnislegum heimildum sem snerta manninn og um -
hverfi hans, standa vörð um þær, rannsaka þær, miðla upplýsingum
um þær og hafa þær til sýnis, svo að þær megi nýtast til rannsókna,
anna dröfn og guðbrandur154
2 Guðbrandur Benediktsson, „Þjóð, minjar og safn“, Saga XLIII:1 (2005), bls. 158.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 154