Saga - 2019, Blaðsíða 92
vangi, umræðuna um eflingu ríkisvalds og einokun þá sem það tók
á löglegri beitingu ofbeldis á þessum tíma, svo sem mannvígum. Í
þessari grein er sú tenging gerð.
Samfélagsgerð síðmiðalda á Íslandi
Í grein frá árinu 1998 staðhæfði ég að samfélagið á síðmiðöldum
hefði skipst í tvennt, í bændafólk og höfðingja.13 yfirstéttin eða
höfðingjarnir hefðu orðið fyrir gífurlegu tekjutapi við svartadauða
og staða bænda styrkst. Bent var á að þjóðfélagsþróun á þessum
tíma hefði mótast af tilvist svokallaðra verndarkerfa. Verndarkerfi
fólust í því að landeigendur töldu sér bera skyldu til að vernda
leiguliða sína og styðja þá. Franski sagnfræðingurinn Marc Bloch
lýsir því í þekktu riti sínu um lénsskipulagið á miðöldum hvernig
vernd og kúgun voru tvær hliðar á sama peningi, bændur þurftu
vernd í ófriði en á friðartímum vildu þeir helst ekki vita af herran -
um. Verndartengsl af þessu tagi voru mjög sterk og litið var á árás á
skjólstæðing lénsherra sem árás á hann sjálfan.14
Víða kemur fram í skjölum frá þessum tíma að höfðingjar, bæði
veraldlegir og geistlegir, litu svo á að þeim bæri skylda til að vernda
sína eigin leiguliða. Þessi sterku tengsl komu einnig fram í hina átt-
ina. Í átökum á tíma siðaskiptanna drápu landsetar Skálholtsstóls til
að mynda danska ræningja Viðeyjarklausturs þegar þeir voru á leið
til frekari ránsferða. Mikilvæg félagsleg tengsl bænda lágu þannig
upp á við, frá leiguliðum til höfðingja, og um var að ræða sterk
verndartengsl á báða bóga.15 Þetta er atriði sem mikilvægt er að hafa
í huga þegar heimildir um mannvíg og morð frá fjórtándu til sautj-
ándu aldar eru túlkaðar.
Axel Kristinsson bendir á það í bók sinni Hnignun, hvaða hnign-
un? hvernig ríkisvaldið efldist mjög hér á landi á sextándu öld, rétt
árni daníel júlíusson90
13 Árni Daníel Júlíusson, „Valkostir sögunnar. Um landbúnað fyrir 1700 og
þjóðfélagsþróun á 14.–16. öld“, Saga 36 (1998), bls. 101–107. Sjá einnig Harald
Gustafsson, „Hugleiðingar um samfélagsgerð á Íslandi á árnýöld“. Íslenska
söguþingið 28.–31. maí 1997. Ráðstefnurit 2. Ritstj. Guðmundur J. Guðmundsson
og Eríkur K. Björnsson (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og Sagn -
fræðingafélag Íslands 1998), bls. 109–118.
14 Marc Bloch, Feudal Society I. The Growth of the Ties of Dependence (London:
Routledge 1962), bls. 145.
15 Árni Daníel Júlíusson, „Valkostir sögunnar“, bls. 104.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 90