Saga - 2019, Blaðsíða 105
Konungsvaldi hafði eins og áður segir tekist að koma á þeirri
reglu, líklega á þrettándu öld, að fyrir manndráp skyldi greitt þegn-
gildi og málið tekið til opinbers dómstóls, en lengra náðu afskipti
ríkisvaldsins ekki. Málið var gert upp milli málsaðila, erfingja hins
vegna og vegandans. Konungsvaldið var nægilega sterkt til þess að
allir sem unnið höfðu víg urðu að fara til Noregs á konungsfund
eins og fram er komið. Eftir 1600 og fram til 1650 eru hins vegar eng-
in dæmi um vígsmál af þessu tagi. Þau fáu morð sem upp komust
voru dæmd á þingi og viðkomandi tekinn af lífi. Íslenska yfirstéttin
hætti blóðugum innbyrðis deilum eftir 1600, raunar nær alveg þegar
fyrir 1540, og eftir það voru aðeins framin morð á Íslandi, ekki mann-
víg. Fjöldi morða á tímabilinu 1600‒1650 var hins vegar svo lítill að
það hlýtur að teljast óvenjulegt í alþjóðlegum samanburði. Aðeins
fjögur morð á fullorðnu fólki voru þá framin, samkvæmt þeim heim-
ildum sem varðveist hafa. Það eru 0,1 morð á ári, sem er langt fyrir
neðan sambærilegar tölur frá nágrannalöndunum á sama tíma.74
Komst á einokun ofbeldis hér á landi um 1540?
Ögmundur Pálsson varð Skálholtsbiskup árið 1521 og varð þá einnig
forráðamaður Hólastóls um leið. Þremur árum síðar var Jón Arason
settur Hólabiskup gegn vilja Ögmundar. Jón naut hins vegar stuðn -
ings bæði konungs og þýskra Hansakaupmanna sem hér höfðu
bækistöðvar og umsvif. Ögmundur var bandamaður Kristjáns II
konungs, sem missti krúnuna 1523 til Friðriks I. Hann útnefndi
nýjan erkibiskup í Niðarósi og studdi Jón Arason. Ófriður var milli
Ögmundar og Jóns og á Alþingi 1527 komu þeir biskuparnir hvor
með sinn her teljandi hvor um sig á bilinu 1.000–1.500 manns. Á
Alþingi náðist þá sátt milli þeirra og eftir það gerðu þeir eins konar
óformlegt bandalag vegna þess að kaþólsku kirkjunni hér á landi
var ógnað af þróuninni í Evrópu, sérstaklega í Danmörku.75 Um
1530 var þannig orðið lítið rúm fyrir aðra en biskupana tvo í póli-
tísku lífi landsins. Á tímabilinu 1534–1536 fóru þeir síðan með hirð -
stjóravöld hér á landi í umboði norska ríkisráðsins og voru þá nán ast
fullvalda vegna borgarastyrjaldarinnar sem geisaði í Dan mörku.76
manndráp verður að morði 103
74 Sjá t.d. Heikki ylikkangas, „What happened to violence?“ bls. 8–25; Steven
Pinker, The Better Angels of Our Nature, bls. 59‒129.
75 Íslenskur söguatlas I, bls. 150‒153.
76 Birgir Loftsson, Hernaðarsaga Íslands 1170–1581, bls. 223.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 103