Saga - 2019, Blaðsíða 196
voru þeir að nýta hvorn annan til að undirbúa sig undir hjónabandið og
samskipti við hitt kynið eða voru þeir að sýna makt sinn og veldi gagnvart
þeim sem yngri voru (sumir voru mjög ungir) — beita þá ofbeldi eða mis -
bjóða þeim kynferðislega? Þessum spurningum var ekki hægt að svara með
óyggjandi hætti en ég benti á að rannsóknir í Bandaríkjunum hefðu sýnt
fram á að svona sambönd karla hefðu verið algeng meðal ungra karla þar
um slóðir sem ólust upp við svipaðar aðstæður og skólasveinar Lærða skól-
ans. Þau hefðu hins vegar yfirleitt staðið stutt, öfugt við það sem þekkt ist
hjá konum sem eignuðust þannig vinkonur til lífstíðar.
Íslensk ungmenni sem sóttu Lærða skólann spruttu flest upp úr hvers-
dagslegu umhverfi sveitasamfélagsins. Þau þekktu vel til þeirra aðstæðna í
heimahögunum að karlar og konur deildu rúmum í baðstofunum með aðil-
um af sama kyni, oft við mikil þrengsli. Ég hélt því fram að það væri í meira
lagið hæpið að draga upp þá mynd að þarna hafi verið vísir að samfélagi
samkynhneigðra karla heldur hefðu aðstæður skapað þessar tilraunir með
ástina — aðstæður sem ekki var að finna annars staðar í landinu. Að auki
bætti ég því við að ástir karla voru þekktar í klassískum bókmenntum bæði
Grikkja og Rómverja, sem voru á námskrá skólapilta í Lærða skólanum,
þannig að þessi heimur hefur ekki verið þeim eins framandi og ætla mætti
í fyrstu.
Ég skoðaði við sama tækifæri rómantískt tilfinningalíf bróður Ólafs, til-
vonandi góðbóndans í Fljótunum, Guðmundar Davíðssonar. Þar bregður
svo við, að allt önnur mynd birtist en sú sem er að finna hjá bæði hinum
fátæku alþýðumönnum og svo skólasveinum í Lærða skólanum. Guð -
mundur og tilvonandi eiginkona hans, Ólöf Einarsdóttir frá Hraunum í
Fljótum, þurftu að sætta sig við það að feður þeirra væru með puttana í
ráðahagnum. Guðmundur hélt nákvæma „hugsunarbók“ þar sem hann
ræddi spurningar sem brunnu á huga hans og tilfinningalíf sitt. Hann
skrifaði einnig texta sem hann nefndi „Forlög“ nokkru síðar þar sem hann
rakti samdrátt þeirra hjóna í smáatriðum.
Ég var ekki einn um það að hafa nýtt mér þessa dagbók Ólafs Davíðs -
sonar, óritskoðaða, undir lok tuttugustu aldar því nokkru fyrr hafði Þor -
steinn Antonsson rithöfundur gefið út bókina Vaxandi vængir (1990) þar sem
dagbók Ólafs kom við sögu sem og í öðrum skrifum hans. En hvers vegna
er ég að gera þessari sögu skil, draga fram ríflega tveggja áratuga gömul
skrif mín um tilfinningalíf ungs fólks á síðari hluta nítjándu aldar? Ástæðan
er ný útgáfa af fyrrnefndri dagbók Ólafs sem Þorsteinn Vilhjálms son forn -
fræðingur bjó til útgáfu og kom út síðastliðið haust og hér er til umfjöllunar.
Þorsteinn birtir einnig styttri dagbók sem Ólafur ritaði að mestu í Kaup -
manna höfn frá apríl 1883 til ágúst 1884. Hann birtir dagbækurnar báðar í
fullri lengd með skýringum ásamt því að rita inngang. Mikill fengur er í því
að fá dagbók Ólafs útgefna á prenti í óritskoðuðu formi. Hér verður þó fyrst
og fremst fjallað um inngangskafla Þorsteins að verkinu.
ritdómar194
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 194