Saga - 2019, Blaðsíða 70
aði nám í tungumálum og handiðnum í Danmörku og Svíþjóð á
fyrsta áratug tuttugustu aldar. Hún hafði brennandi áhuga á hann-
yrðum, bæði sögu þeirra og sem hannyrðakona. Fyrir styrk frá Al -
þingi fór Inga Lára skömmu fyrir 1930 til Norðurlandanna og Eng -
lands til að kynna sér „fornar íslenzkar hannyrðir í söfnum erlend-
is.“56 Rétt eins og sumir karlanna sem skrifa í Iðnsögu Íslands er Inga
Lára ekki akademískur fræðimaður og hún hefur heldur ekki próf í
sagnfræði. En hún er að því er virðist fyrsta konan sem skrifar
fræðilega grein eða kafla í sagnfræðirit af þessu tagi.
Íslenskar æviskrár karla
Það voru ekki aðeins almenn sagnfræðirit sem gefin voru út til að
styrkja sjálfsmynd (karl)þjóðarinnar upp úr 1940 heldur jókst einnig
útgáfa á ævisögum svonefndra „merkra karla“. Þessar ævisögur eru
auðvitað áhugaverðar sem slíkar en þær segja einkum frá afrekum
karla sem tóku þátt í að móta þjóðríkið Ísland frá því snemma á nítj-
ándu öld til fyrstu áratuga tuttugustu aldar. Konur virðast ekki hafa
verið hluti þeirrar sögu nema sem óvirkir og ósýnilegir þátttak -
endur og þá oftast í hefðbundnum hlutverkum kvenna.57 Sigurður
Gylfi Magnússon sagnfræðingur hefur einmitt bent á að „[d]æmi -
gert viðfangsefni ævisöguritara hefur hingað til verið framvarða -
sveitin í sjálfstæðisbaráttunni og ævi karla í henni, svo og þeir karlar
sem „erfðu landið“ á tuttugustu öld.“58
Um þetta leyti var einnig hafist handa við gerð æviskráa í anda
þess sem gert hafði verið víða erlendis, svo sem Dictionary of
National Biography sem út kom í Bretlandi 1896–1912.59 Þar var hlut-
erla hulda halldórsdóttir68
56 Um Ingu Láru sjá: Hrafnhildur Ragnarsdóttir, „Inga Lára Lárusdóttir og tíma -
rit hennar 19. júní. Hver var hún?“, Sagnir 24 (2004), bls. 26–35; Steinunn H.
Bjarnason, „Inga Lárusdóttir, kennari“, Nýtt kvennablað 11:1 1950, bls. 2–4. Tilv.
úr síðarnefndu greininni, bls. 3.
57 Um þetta sjá: Erla Hulda Halldórsdóttir, „Táknmynd eða einstaklingur“; Erla
Hulda Halldórsdóttir, „Skór Jóns Sigurðssonar. Vangaveltur um kven hetjur og
þjóðhetjur“, Skírnir 192 (vor 2018), bls. 18–33.
58 Sigurður Gylfi Magnússon, Fortíðardraumar. Sjálfsbókmenntir á Íslandi (Reykja -
vík: Háskólaútgáfan 2004), bls. 98.
59 Hér á landi hafði það þekkst lengi að taka saman æviþætti embættismanna.
Nefna má Biskupasögur sem dæmi um eldra rit en á nítjándu öld voru teknar
saman ævir presta, sýslumanna o.s.frv.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 68