Saga - 2019, Blaðsíða 204
eins og höfundur sýnir fram á. Eyðing skóganna hafi verið hluti af landnám-
inu en ekki seinni tíma fyrirbrigði og búskapur og náttúra hafi yfirleitt verið
í jafnvægi. Gróðureyðingin hafi náð hámarki á tuttugustu öld eftir að
iðnvæðing og tæknivæðing landbúnaðar hófst.
Að öðrum þáttum bókarinnar ólöstuðum eru kaflarnir um byggðaþróun
og mannfjölda áhugaverðastir. Þar nýtir höfundur sér óspart nýútkomna
bók Árna Daníels Júlíussonar, Af hverju strái, þannig að það er illmögulegt
að fjalla um aðra bókina án þess að taka tillit til hinnar. Þær eru eiginlega
eins og síamstvíburar, svo nátengdar eru þær.
Grunnhugmyndin, sem komin er frá Árna Daníel, er sú að Íslendingar
hafi verið mun fleiri um 1400 en áður hefur verið gert ráð fyrir eða allt upp
undir 100 þúsund. Plágan fyrri hafi síðan fækkað landsmönnum gríðarlega,
hugsanlega niður í 30 þúsund manns og síðan hafi umgangspestir og
harðindi haldið þeim nálægt 40 til 50 þúsundum þar til komið var fram á
síðari hluta nítjándu aldar. Það hafi í raun verið breytingar á atvinnuháttum,
íslenska iðnbyltingin, sem varð til þess að fólksfjöldi jókst verulega aftur.
Þær aðferðir sem Árni notar til að fá þessa niðurstöðu eru sannfærandi en
sjálfsagt eiga menn eftir að fara betur ofan í saumana á þeim og kanna hvort
þær standast. Axel telur að þessi gríðarlegi mannfellir, og það að þjóðin hafi
ekki náð sama fjölda aftur um langt skeið vegna þess sem hann kallar eyja -
áhrifin, hafi síðan mótað atvinnulífið og lífskjör þjóðarinnar næstu aldirnar.
Atvinnugreinar sem kröfðust mikils mannafla eins og kúabúskapur hafi
dregist meira saman en sauðfjárbúskapur. En í þessum efnum er að mörgu
að hyggja. Í óbirtri kandídatsritgerð sinni í sagnfræði, Þróun byggðar í austan -
verðum Skagafirði á miðöldum, rannsakaði Árni Indriðason eyðingu jarða í
Skaga firði í tengslum við norrænu eyðibýlarannsóknina og við fyrstu sýn
verður ekki betur séð en að þetta sé raunin þegar heildartölur eru skoðaðar
en ef búfjártölurnar eru brotnar niður og kýr og ær skoðaðar annars vegar
og geldfé hins vegar kemur í ljós að fækkunin er mest í geldfé, einkum geld-
neytum. Árni rannsakaði einnig fimm af höfuðbólum Guðmundar ríka
Arasonar og þar er hlutfallið milli kúa og áa 1:4 árið 1446 og 1:5 á árunum
1703–1710. Hlutföllin breytast sem sagt tiltölulega lítið þótt kúm og ám
fækki talsvert. Mest er fækkunin í geldfénaði, einkum geldneytum eins og í
Skagafirði. Tölurnar úr Skagafirði leiða síðan í ljós að fækkun á kúm og ám
virðist mest eftir 1550 og fram til 1700. Það er einnig áhugavert að eftir 1550
er fækkunin einkum í kúm, geldneytum fækkar lítið, þar virðist fækkunin
þegar komin fram (bls. 77–78). Það er því ljóst að hér er margt órannsakað.
Skyldi þróun búskapar hafa verið mismunandi eftir landshlutum?
Í Hnignun, hvaða hnignun? bendir höfundur hvað eftir annað á að var-
hugavert sé að setja okkar mælikvarða á hugarfar og gjörðir fólks á fyrri tíð.
Líklega hafi forfeður okkar látið sér það sem við köllum hagvöxt í léttu rúmi
liggja, í þeirra huga hafi verið mikilvægast að komast vel af og sníða sér
stakk eftir vexti, sjálfsþurft var viðtekin venja. Hvernig það kemur svo heim
ritdómar202
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 202