Saga


Saga - 2019, Blaðsíða 200

Saga - 2019, Blaðsíða 200
Flugvallasaga Íslands er samtvinnuð sögu íslenskra utanríkismála og þá kalda stríðsins sérstaklega. En hún snýst þó allt eins mikið um íslenska pólitík og þá ekki síst stefnuna í byggðamálum. Þar tókust meðal annars á viðhorf þingmanna og sveitarstjórnarfólks, sem heimtuðu fullkomna flug- velli og áætlunarflug á hvert byggt ból, en hins vegar tæknileg sjónarmið flugmálayfirvalda sem þurftu að forgangsraða sem og hagkvæmnisrök flug- félaganna sem vildu fremur byggja upp fáa en öflugri áfangastaði. Tak - markaðar fjárveitingar og skortur á langtímaáætlunum settu jafnframt svip sinn á málaflokkinn, þar sem erfitt var að taka ákvarðanir um uppbyggingu nema til árs í senn. Árið 1983 sendi bandaríski tæknisagnfræðingurinn Thomas P. Hughes frá sér tímamótaverkið Networks of Power: Electrification in Western Society, 1880–1930, þar sem sjónum var beint að uppbyggingu raforkukerfa nokk - urra stórborga austan hafs og vestan á tímabilinu. Í bókinni tókst Hughes á við það verkefni að fjalla um tröllaukin og flókin tæknikerfi og lagði áherslu á hið fjölþætta hlutverk skapara slíkra kerfa, því smíði þeirra væri ekki ein- ungis tæknilegt úrlausnarefni heldur ekki síður stjórnmálalegt, hagfræði - legt, félagslegt og menningarlegt. Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi vísar ekki til bókar Hughes, né annarra kenningarlegra verka á sviði tæknisögu. Engu að síður fellur við - fangsefnið afar vel að líkani Hughes. Auk þeirra stjórnmálalegu álitamála, innlendra jafnt sem erlendra, sem rakin voru hér að framan þurftu stjórn- endur íslenskra flugmála að reyna að spá fyrir um tæknibreytingar og þró - un markaðsmála. Stundum rættust spádómarnir en í öðrum tilvikum ekki. Þannig brugðust vonir um að innanlandsflug á helstu leiðum yrði borið uppi af hraðskreiðum þotum og spár um að farþegavélar framtíðarinnar þyrftu sífellt styttri flugbrautir til að hefja sig á loft reyndust heldur ekki ganga eftir. Ítrekaðar misheppnaðar tilraunir til uppbyggingar millilanda- flugs frá öðrum völlum en Keflavíkurflugvelli gætu talist af sama toga. Þróun flugmála hefur jafnframt alla tíð haldist í hendur við breytingar á öðrum tæknikerfum. Má þar nefna skipulag póst- og heilbrigðisþjónustu vegna mikilvægis póst- og sjúkraflugs. Þá hefur uppbygging vegakerfis ráðið miklu um skipulag áætlunarflugs. Þannig má færa góð rök fyrir því að tilkoma Hvalfjarðarganga og vegabætur á Skaga hafi svipt fótunum und- an reglubundnu flugi til Sauðárkróks. Flugið er einnig nátengt efnahagsleg- um þáttum sem sést á beinum tengslum milli hagsældar og fjölgunar flug- ferða. Þá er saga flugsins nátengd sögu ferðamannaiðnaðarins, stundum með afar beinum hætti, líkt og þegar flugmálayfirvöld höfðu sjálf forgöngu um rekstur hótels á Reykjavíkurflugvelli. Höfundur verksins dregur saman óhemjumiklar upplýsingar um hvers kyns framkvæmdir við flugvallarmannvirki um land allt og mun bókin gagnast vel sem uppflettirit um slíkt. Hún er jafnframt skyldueign fyrir áhugafólk um skipulagssögu höfuðborgarsvæðisins, ekki aðeins í tengslum ritdómar198 Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 198
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.