Saga - 2019, Blaðsíða 151
Hlíðarenda í Fljótshlíð. Hann hafði
áður verið sýslumaður í Kjósar sýslu
og héraðsdómari í Gullbringusýslu
í fimm ár. Hann var kvænt ur Stein -
unni, afastelpu Skúla fógeta, dóttur
Bjarna Pálssonar landlæknis og
Rannveigar Skúladóttur. Hann versl -
aði fyrir svipaða upphæð og frændi
hans, Magnús, þó heldur lægri, 51
ríkisdal og 46 skildinga.
Vigfús keypti sér meðal annars
helming í bát á Skildinganesi fyrir
einn ríkisdal og sykurfat og sykur-
töng úr silfri fyrir átta ríkisdali.
Annars keypti hann mikið af matar -
ílátum, alls konar föt, matardiska,
grunna og djúpa úr tini, fjóra kerta-
stjaka með stubbunum í, potta og
vöfflujárn, stóran hverfistein, reið -
beisli og hnakkagjarðir, skeifur á
þrjá hesta og ungan blesóttan reið -
hest sem sleginn var honum á 13
ríkisdali.
Aðrir sem keyptu eitthvað að
ráði á uppboðinu, það er versluðu
fyrir svona um það bil 26–33 ríkis-
dali, voru Páll Jónsson klausturhald -
ari,11 Finnur Jónsson, sýslumaður í
Borgarfjarðarsýslu, Jóakim Vibe, amtmaður í Vesturamti og tveir
bændur og lögréttumenn á Álftanesi, Eyvindur Jónsson í Skógar -
tjörn og Bjarni Halldórsson í Sviðholti.12 Finnur sýslumaður keypti
sér rjómaausu úr silfri og lítinn silfurbikar með fæti. Annars keypti
hver þeirra sér yfirleitt einn hest eða einn hest og eina kú og sitthvað
af húsgögnum, verkfærum, rúmfötum, postulíni og fleiru smálegu.
uppboðið í viðey 1794 149
Vínglas frá átjándu öld. Sagt úr
eigu Skúla Magnússonar land-
fógeta. Kannski sams konar glas
og glös in sem Magnús Steph en -
sen og Magnús Þorsteins son keyptu
á uppboðinu í Viðey 1794. — Þjms.
2368.
11 Hann var klausturhaldari Kirkjubæjarklausturs í næstum 30 ár en flúði
Skaftárelda 1784 og bjó að Elliðavatni eftir það. Íslenzkar æviskrár IV, bls. 126.
12 Vef. islendingabok.is; Íslenzkar æviskrár I, bls. 170; Einar Bjarnason, Lögréttu -
mannatal. Sögurit 26 (Reykjavík: Sögufélag 1952–1955), bls. 54 og 142.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 149