Saga - 2019, Blaðsíða 199
Þótt sérfræðingar séu í dag almennt þeirrar skoðunar að þýski flug -
herinn hafi í stríðinu ekki haft burði til stórfelldra loftárása á Íslandi gátu
landsmenn á þeim tíma engan veginn gert sér grein fyrir því. Sú mynd sem
dregin var upp í Símaskránni virtist því fyllilega raunhæf. Fyrir vikið breytt-
ust viðhorf stjórnenda Reykjavíkur til skipulags flugmála hratt í kjölfar her-
námsins.
Þegar breskur her steig hér á land vorið 1940 stóðu yfir flugvallarfram-
kvæmdir í Vatnsmýrinni. Sú uppbygging var í fullri sátt við bæjaryfirvöld sem
sýndu hinni nýju og vaxandi samgöngutækni, fluginu, sama áhuga og aðrir.
Skömmu áður höfðu áform um flugvallaruppbyggingu í Kringlumýri verið
lögð til hliðar en þess í stað verið ákveðið að byggja upp flugbrautir á sömu
slóðum í Vatnsmýri og flugið hafði stigið sín fyrstu spor um 20 árum fyrr.
Með stríðinu og hernáminu breyttust öll sjónarmið. Flugvöllur var skot-
mark og umsvifamikill herflugvöllur hlaut því að hafa í för með sér mikla
hættu fyrir nærumhverfi sitt. Segja má að deilur um staðsetningu og hlut-
verk Reykjavíkurflugvallar hafi staðið óslitið upp frá þessu, í einni eða ann-
arri mynd. Mótmæli bæjarstjórnar við því þegar herinn hófst handa við að
moka upp Rauðhólum og nýta efnið í flugbrautir í Vatnsmýri höfðu lítið að
segja og í staðinn fyrir tilgangslítið andóf reyndu íslenskir ráðamenn bak við
tjöldin að hafa áhrif á framkvæmdirnar, fullmeðvitaðir um að fjárfestingar
þessar kynnu að verða Íslendingum til mikilla hagsbóta að stríði loknu.
Breska hernámsliðið og síðar Bandaríkjaher stóð fyrir stórfelldari flug-
vallaruppbyggingu hér á landi en nokkur heimamaður gat látið sig dreyma
um. Flugið breyttist úr fálmkenndri tilraunamennsku fáeinna frumherja sem
lá á mörkum ævintýramennsku og tilraunastarfsemi í nytsamlegum tilgangi
yfir í að verða alvöru atvinnugrein sem gegndi mikilvægu hlutverki í sam-
göngum þjóðarinnar. Uppbyggingin var þó að mestu leyti á forsendum
þeirra sem borguðu brúsann, hinna erlendu herja, og hélt sú staða áfram
lengi eftir að heimsstyrjöldinni lauk, fyrst í stað á Reykjavíkurflugvelli en
enn lengur á Miðnesheiði.
Bók Arnþórs Gunnarssonar, Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi, rekur
vel hvernig alþjóðapólitík og deilur um erlenda hersetu og aðild Íslands að
hernaðarbandalögum hefur mótað þróun flugmála. Þannig urðu hug myndir
Erlings Ellingsen, flugmálastjóra úr röðum sósíalista, um uppbyggingu
millilandaflugs frá Reykjavík með lagningu nýrrar brautar að stórmáli í
þingkosningunum 1946, þar sem Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksmenn töldu
embættismanninn ganga erinda Moskvuvaldsins og gera höfuðstaðinn að
skotmarki í kjarnorkustyrjöld. Miklu síðar stóð stjórnarþátttaka Alþýðu -
banda lagsins í vegi fyrir aðkomu NATO og Bandaríkjahers að mögulegum
flugvallarverkefnum víða um land. Enn mætti nefna einkaframtak lög-
reglustjórans Agnars Kofoed-Hansen, áhrifamesta einstaklings íslenskrar
flugsögu, sem rak um árabil eigin stefnu í samskiptum við bandarísk hern -
aðaryfirvöld, jafnvel í hreinni óþökk og andstöðu utanríkisráðuneytisins.
ritdómar 197
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 197