Saga - 2019, Blaðsíða 82
bent á að Jón Helgason fyrrverandi biskup hefði flutt þrjú erindi í
útvarp um Reykjavík æskuáranna. Þar hefði hann minnst „margra
mætra manna, en honum láðist með öllu að geta kvenna að nokkru.
Eða voru engir kvenkostir í Reykjavík í þann mund?“96 Hvort
athugasemdin hefur haft áhrif á Jón er ómögulegt að segja en þegar
bók hans, Þeir, sem settu svip á bæinn, kom út síðar þetta sama ár var
þar sérstakur kafli um „húsmæðrastéttina, þ.e. Reykjavíkur-konurnar
af öllum stéttum og hvern þátt þær áttu í því beinlínis eða óbeinlínis
að setja svip á bæinn“.97
Ein ritstjóranna, Guðrún Stefánsdóttir, gengur lengra í pistli um
þjóðgarðinn á Þingvöllum, einnig árið 1941. Hún segir frá þjóðar -
grafreitnum sem vígður var árið 1940 þegar skáldið Einar Benedikts -
son var jarðsettur þar og því að þar ættu að vera „öndvegisskáld
þjóðarinnar og afburðamenn“. Síðan skrifar hún:
Síðastliðið sumar innti eg að því við leiði Einars Benediktssonar, hvort
nokkurn tíma myndi kona njóta hvíldar þarna. Og svarið var á þá leið,
að grafreiturinn væri að minnsta kosti ekki ætlaður konum hinna
útvöldu. — Ættum við þó ekki að vona, að þjóðin eignist einhverntíma
þá konu, sem verðskuldar að hvíla í Þjóðargrafreitnum?98
Óþolið birtist einnig í öðrum skrifum kvenna. Árið 1943 kom út
endurminningabók Guðbjargar Jónsdóttur frá Broddanesi, Gamlar
glæður, þar sem hún sagði meðal annars frá formæðrum og frænd-
konum sem uppi voru á nítjándu öld. Hún skrifar ekki aðeins um líf
þeirra heldur ræðir beinlínis fjarveru þeirra í sögubókum og ævi-
sögum, segir að þær hverfi í skuggann meðan „yfirburðir karl-
mannsins [séu] dregnir fram í dagsljósið.“ Og Guðbjörg spyr hvort
þessar „gömlu gleymdu konur“ hafi ekki átt sér sögu jafn merkilega
og skemmtilega og saga sumra karla „sem mikið er þó skrifað um,
mest vegna þess að þeir voru ríkir“.99
Fimm árum síðar (1948) kom út áðurnefnd bók Guðrúnar Björns -
dóttur frá Kornsá, Íslenzkar kvenhetjur, með æviþáttum nokkurra
erla hulda halldórsdóttir80
96 Nýtt kvennablað, janúar 1941, bls. 3.
97 Jón Helgason, Þeir, sem settu svip á bæinn. Endurminningar frá Reykjavík uppvaxtar -
ára minna (Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja 1941), bls. 11.
98 Nýtt kvennablað, apríl 1941, bls. 8.
99 Guðbjörg Jónsdóttir, Gamlar glæður. Þættir úr daglegu lífi á Ströndum á síðari hluta
19. aldar (Reykjavík: Ísafold 1943), bls. 24 og 34.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 80