Saga - 2019, Blaðsíða 123
ation, þar á meðal við Magnús Ármann, umboðsmann fyrirtækisins
á Íslandi. Jafnframt var Joanne young í sambandi við lögmenn Rain -
bow Navigation.
Ljóst er að áhrif fyrirtækjanna, Hafskips og Eimskips, voru mikil
og sama má segja um fjölmiðla. Um leið og Rainbow Navigation-
málið kom upp fjölluðu öll helstu dagblöð Íslands um það. Þótt
Morgunblaðið væri sterkasti bakhjarlinn voru fjölmiðlar nokkurn
veginn á sama máli — að íslensk fyrirtæki ættu að sjá um flutn-
ingana.39 Á Þjóðviljanum voru blaðamenn reyndar ekki sérstaklega
spenntir fyrir því að tala fyrir hagsmunum íslensku fyrirtækjanna,
sem högnuðust á hernum, en voru þó alls ekki á bandi Rainbow
Navigation.40 Sú staðreynd að íslensk dagblöð voru nátengd stjórn-
málaflokkum og stjórnmálaflokkar nátengdir fyrirtækjum gerir
mörk þessa ólíku hópa enn ógreinilegri.
Joanne W. young taldi að almenningur á Íslandi hefði miklar
áhyggjur af málinu. Þótt ekki sé unnt að fullyrða of mikið um al -
menningsálit þegar engar skoðana kannanir lágu fyrir virðist and -
staða fólks við íslensku fyrirtækin, ef einhver var, að minnsta kosti
ekki hafa ratað í fjölmiðla. Á því var þó sú undantekning að Suður -
nesjamenn fögnuðu því að vöruflutningaskip Rainbow Navigation
losaði og lestaði í Njarðvík en ekki í Reykjavík eins og íslensku fyrir -
tækin höfðu gert. Það skapaði störf í Njarðvík og fjárhagslegur
hagnaður sveitarfélagsins af fyrirkomulaginu var verulegur eða
100–130 milljónir króna á núvirði.41 Í kjölfarið hófu stjórnendur
Eimskips skoðun á að færa hluta löndunar sinnar til Njarðvíkur ef
þeir fengju flutningana aftur.42
Allir stjórnmálamenn sem tjáðu sig um málið opinberlega studdu
íslensku fyrirtækin með ráðum og dáð. Eiður S. Guðnason þing-
flokksformaður Alþýðuflokksins, sem var í stjórnarandstöðu, taldi
að um „eðlilega og réttmæta hagsmuni íslensku skipafélaganna“
rainbow navigation-málið 121
39 Fyrir dæmi um afstöðu Morgunblaðsins má t.d. sjá 30. og 31. mars 1984. Fyrir
dæmi um afstöðu Tímans má sjá 31. mars 1984, bls. 1, en þar er haft eftir Stein -
grími Hermannssyni í forsíðufrétt að setja ætti „varnarliðinu þau skilyrði sem
við viljum“. Alþýðublaðið talaði m.a. um að bandaríska fyrirtækið athafnaði sig
„í skjóli gamalla bandarískra einokunarlaga“, 30. júlí 1985, bls. 1.
40 Þjóðviljinn, 17. maí 1984, bls. 2.
41 16–20 milljónir króna árið 1986.
42 Sks.E. Forstj. III. L-35/1. Bréf Valtýs Hákonarsonar til Harðar Sigurgestssonar,
3. júlí 1986.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 121