Saga - 2019, Blaðsíða 134
væri að ná því fram.75 Ákveðið var að halda samningafund um
málið milli Íslands og Bandaríkjanna í upphafi septembermánaðar
í London og fór Edward Derwinski fyrir samninganefnd Bandaríkj -
anna, en hann var helsti tengiliður Íslands í utanríkisráðuneytinu.
Fyrir hönd Íslands sátu fundinn Helgi Ágústsson, fulltrúi sendiráðs -
ins í Washington, Ólafur Egilsson, sendiherra í London, auk Guð -
mundar Eiríkssonar og Sverris Hauks Gunnlaugssonar, starfsmanna
utanríkis ráðuneytisins.76 Fundurinn reyndist árangursríkur og var
í meginatriðum samþykkt að reyna að fara þá leið sem Kronmiller
hafði lagt til — að samþykkja sérstaka viðbót við varnarsamninginn.
Í kjöl farið lagði Derwinski tillögurnar fram á fundi bandarísku rík-
isstjórnarinnar og þótt varnarmálaráðuneytið væri ekki allt of hrifið
af þessari leið var fallist óformlega á samningsdrögin.77 Mikil leynd
hvíldi þó yfir málinu á þessum tíma og lagði íslenska sendiráðið
áherslu á að fjölmiðlar fengju sem minnst um það að vita. Eftir á var
rætt um Lundúnafundinn sem „leynifund“.78 Viðræður héldu áfram
í Washington um miðjan septembermánuð og bættust þá Hreinn
Loftsson aðstoðarmaður utanríkisráðherra og Hörður Bjarnason
sendiráðunautur í hóp samningamanna Íslendinga.79
Á fundi í Washington 19. september náðist svo endanlegt sam-
komulag í málinu. Í því fólst að lægstbjóðandi, óháð því hvort hann
væri frá Íslandi eða Bandaríkjunum, fengi 65% vöruflutninganna en
næstbjóðandi frá hinu landinu 35% flutninganna. Þannig skiptu
löndin flutningunum á milli sín á þann hátt að land þess fyrirtækis
sem byði betur fengi bróðurpartinn. Í samningnum kom fram að
bæði ríkin vildu „viðurkenna að sanngjörn þátttaka skipa beggja
landanna í vöruflutningum vegna varnarsamningsins muni treysta
samskipti aðilanna og bæta samvinnu á nauðsynlegum sviðum
varnarmála“ og jafnframt að samningurinn væri gerður „á grund-
velli samkeppni“.80 Segja má að þetta hafi í meginatriðum berg -
arnór gunnar gunnarsson132
75 ÞÍ. ÖÞÍ. AC3-10/1. Minnisblað Teds Kronmiller til sendiráðsins, 7. ágúst 1986.
76 DV, 1. október 1986, bls. 2.
77 ÞÍ. ÖÞÍ. AC3-10/1. Minnisblað, 11. september 1986.
78 DV, 1. október 1986, bls. 2.
79 DV, 1. október 1986, bls. 2.
80 „Recognizing that equitable participation of vessels of both countries in the
carriage of cargoes for purposes of the Defense Agreement will strengthen the
relations of the Parties and further mutual cooperation in essential areas of
defenses“ og „on the basis of competition“, Government Agency Compliance with
Cargo Preference Laws. Hearing before the Subcommittee on Merchant Marine and
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 132