Saga - 2019, Blaðsíða 137
ríkin skyldu þannig „ná samningum með því að sýna styrk sinn“.88
Hann lét það ekki á sig fá þótt halli á rekstri ríkissjóðs Banda -
ríkjanna hafi þrefaldast í stjórnartíð hans eða landið hafi horfið frá
því að vera helsti lánardrottinn heims árið 1982 og verið orðinn
stærsti skuldunauturinn 1986. Stóraukin hernaðarumsvif voru for-
gangsatriði stjórnvalda.89
Það var þannig alls ekki á dagskrá hjá Reagan og ríkisstjórn hans
að missa framvarðarbækistöð sína í Keflavík — yfirráð á Norður-
Atlantshafi skyldu vera kyrfilega í höndum Bandaríkjamanna. Þegar
Rainbow Navigation-málið kom fyrst upp stefndi einmitt í einn af
hápunktum kalda stríðsins. Á fyrri hluta níunda áratugarins höfðu
Sovétmenn aukið umsvif sín á Norður-Atlantshafi og samhliða því
efldu Bandaríkjamenn herstöðina í Keflavík. Eftir að Ronald Reagan
komst til valda lögðu Bandaríkjamenn mikla áherslu á það sem
nefnt var „framvarnir“ (e. Forward Defense), þar sem Ísland gegndi
lykilhlutverki. Ríkisstjórn hans lagði áherslu á að hafa gætur á sókn
Sovétmanna gegnum GIUK-opið svokallaða en það náði yfir opnu
hafsvæðin milli Íslands og Grænlands annars vegar og Íslands og
Bretlandseyja hins vegar.90 Olíuhöfn var reist í Helguvík, ratsjáreftir -
lit var aukið og orrustuþotum fjölgað.91 Eitt helsta hlutverk þotn-
anna, sem staðsettar voru á Íslandi, var að fljúga í veg fyrir sovéskar
flugvélar sem nálguðust loftvarnarsvæði NATO við landið. Á árun-
um 1963 til 1980 þurfti að grípa til þess um 50 sinnum á ári að
meðal tali en á níunda áratugnum gerðist það mun oftar eða um 130
sinnum á ári að meðaltali.92 Árið 1985 var metár en þá voru inngrip
Bandaríkjamanna á íslensku loftvarnarsvæði 170 talsins, fleiri en
nokkurs staðar annars staðar í heiminum.93
Vegna þessara sérstöku kringumstæðna var bandaríska ríkis-
stjórnin reiðubúin að gera undantekningu frá lögunum frá árinu
1904 í þessu máli. Tekið var skýrt fram að milliríkjasamningur Ís -
lands og Bandaríkjanna í tengslum við varnarsamninginn ætti ekki
rainbow navigation-málið 135
88 „Negotiate through strength“. Melvyn P. Leffler, For the Soul of Mankind. The
United States, the Soviet Union, and the Cold War (New york: Hill and Wang
2007), bls. 346.
89 Lundestad, The United States and Western Europe since 1945, bls. 219.
90 Valur Ingimundarson, The Rebellious Ally, bls. 141–142.
91 Sigríður Þorgrímsdóttir, „Utanríkis- og varnarmál — Evrópusamvinna og haf-
réttarmál“, bls. 111–113.
92 Albert Jónsson, Ísland, Atlantshafsbandalagið og herstöðin, bls. 64.
93 Valur Ingimundarson, The Rebellious Ally, bls. 142.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 135