Saga - 2019, Blaðsíða 126
fyrirtækisins hafi reynt að hafa áhrif á gang mála með ýmsum hætti.
Stéttarfélög voru virkjuð, þrýst var á þingmenn (sérstaklega í full-
trúadeildinni) og ýmsir fjölmiðlar töluðu máli fyrirtækisins. Fyrir -
tækinu var til dæmis líkt við Davíð en bandaríska flotanum við
Golíat.52 Rainbow Navigation náði talsverðum árangri í að hafa
áhrif á nokkra bandaríska þingmenn og um tíma taldi lögmaður
Eimskips að bandaríska fyrirtækið hefði nokkurn stuðning í þing -
inu, meðal annars vegna ótta við áframhaldandi viðskiptahalla.53
Árið 1985 sendi hópur fulltrúadeildarþingmanna yfirmanni banda-
rísku siglingastofnunarinnar bréf og lýsti áhyggjum sínum af því að
utanríkis- og varnarmálaráðuneytin hefðu „látið undan þrýstingi“
Íslendinga og ætluðu að ganga gegn viðskiptahagsmunum banda-
rískra fyrirtækja.54
Sama ár var skrifað í Journal of Commerce að um „lífsnauðsyn -
lega“ flutninga fyrir Rainbow Navigation væri að ræða og að önnur
bandarísk skipafyrirtæki fylgdust með deilunni með öndina í háls-
inum.55 Blaðamanni Chicago Tribune þótti málið hálffurðulegt frá
upphafi til enda og líkti því við gamansöguna og -myndina The
Mouse That Roared þar sem örsmátt evrópskt hertogadæmi lýsir yfir
stríði gegn Bandaríkjunum án þess að nokkur veiti því athygli.56
Eitt athyglisverðasta dæmið um viðhorf bandarískra samfélags-
hópa til málsins er bréf til Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta frá G.
D. Leonard fyrir hönd félags fyrrum nemenda við bandaríska kaup -
skipaháskólann (e. Merchant Marine Academy) frá apríl 1987. Leonard
hafði ásamt öðrum félagsmönnum miklar áhyggjur af samningnum,
sem var að lokum gerður, og óttaðist að hann hefði slæmar afleið -
ingar í för með sér fyrir bandaríska flutningastarfsemi í heild sinni.
Honum þótti ósanngjarnt að farið væri að kröfum íslenskra fyrir-
tækja en ekki bandarískra:
arnór gunnar gunnarsson124
52 John Holdridge, „Rainbow Navigation Vs. the Navy“, Business Journal of New
Jersey 3:11 (1986), bls. 97.
53 Sks.E. Forstj. III. L-35/1. Minnisblað Joanne W. young til Harðar Sigurgests -
sonar, 1. apríl 1986.
54 ÞÍ. ÖÞÍ. AC3-3/1. Bréf hóps fulltrúadeildarþingmanna til Harolds E. Shear
aðmíráls, forstöðumanns siglingastofnunarinnar, 3. apríl 1985.
55 ÞÍ. ÖÞÍ. AC3-3/1. Úrklippa úr Journal of Commerce, 16. september 1985.
56 Vef. Michael Kilian, „Shultz Signing Iceland Pact to Soothe Mouse That
Roared“, á vef Chicago Tribune, 24. september 1986. Slóð: http://articles.chica
gotribune.com/1986-09-24/news/8603110380_1_iceland-cod-war-mouse,
skoðað 8. september 2017.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 124