Saga - 2019, Blaðsíða 44
gætu hugtök sem þróuð voru af sænska sagnfræðingnum Harald
Gustafsson komið að gagni. Hann skilgreinir samsett ríki (e. con glo -
merate state) á árnýöld sem
landsvæði sem samanstóð af mörgum yfirráðasvæðum sem sameinuð
voru með stjórnvaldi en haldið saman með nokkrum öðrum þáttum.
Hvert yfirráðasvæði — eða réttara sagt staðbundin yfirstétt hvers yfir -
ráðasvæðis — hafði sín sérstöku tengsl við þjóðhöfðingjann, sín for -
réttindi, sína eigin laga skrá, sitt eigið stjórnkerfi sem hin sama yfirstétt
gegndi öllum stöð um í og gjarnan sitt eigið svæðisþing. Þegar kom að
málefnum á borð við skattlagningu og herkvaðningu þurfti þjóðhöfð -
inginn að semja við hvert landsvæði sérstaklega. Þetta er staðalmynd
hins samsetta ríkis.
Slík samsett ríki, einnig kölluð composite state á ensku, voru al -
gengasta gerð ríkja í Evrópu á árnýöld. Ísland var einmitt eitt
nokkurra yfirráðasvæða danska ríkisins sem hafði sitt eigið stjórnar -
fars-, framkvæmdavalds- og lagafyrirkomulag, staðbundna yfirstétt
og eigið þing, Alþingi. Vissulega var ekki samið við Ísland um skatt -
heimtu og herkvaðningu en samt sem áður hafði Alþingi sitt að
segja um innanlandsmál.
Andstæðan við samsett ríki er samkvæmt Gustafsson óskipta ríkið
(e. unitary state)
þar sem það sama gildir um allt landsvæðið í tengslum við yfirvaldið,
þar sem sömu lög gilda um alla hluta vald svæðisins og þar sem
stjórnsýslan stjórnast ekki af staðbundnum hagsmunum. Þetta gæti
einnig verið „þjóðríki“ ef einungis er um að ræða sömu menningu og
sama tungumál alls staðar í ríkinu. Hug myndin um „þjóðríki“ er hins
vegar nítjándu aldar fyrirbæri.11
Stöðu Íslands undir Dönum á nítjándu öld og fram til 1944 er ekki á
nokkurn hátt hægt að lýsa sem óskiptu ríki og því síður þjóðríki. Þar
sem samsett ríki með misleitt stjórnarfars-, framkvæmdavalds- og
ísland — danmörk: síkvik söguleg tengsl42
11 Harald Gustafsson, „Conglomerates of Unitary States. Integration Processes in
Early Modern Denmark-Norway and Sweden“, Föderationsmodelle und Union -
strukturen. Über Staatenverbindungen in der frühen Neuzeit vom 15. zum 18. Jahr -
hundert, Wiener Beiträge zur Geschichte der Neuzeit, 21. bindi. Ritstj. Thomas
Fröschl (Wien/München: Verlag für Geschichte und Politik/Oldenburg Verlag
1994), bls. 45–47 og 55–62. Í alþjóðlegri sagnaritun er hugtakið composite state
oft notað í staðinn fyrir conglomerate state: J.H. Elliott, „A Europe of Com posite
Monar chies“, Past and Present 137 (1992), bls. 48–71.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:21 Page 42