Saga - 2019, Blaðsíða 157
fræðslu og skemmtunar“.3 Í safnalögum kemur og fram að söfn
skuli „hafa að leiðarljósi að auka lífsgæði manna með því að efla
skilning á þróun og stöðu menningar, lista, náttúru eða vísinda“.4
Samkvæmt skilgreiningum sinna söfn fimm meginþáttum: söfnun,
varðveislu, skráningu, rannsóknum og miðlun. Þetta á í raun við
um allt safnastarf þó svo að söfn sinni misjöfnum þáttum eftir lönd-
um, svæðum og jafnvel efni, svo sem Þjóðminjasafn Íslands, Byggða -
safn Skagfirðinga, Listasafn Reykjavíkur og Síldarminja safnið á Siglu -
firði svo dæmi séu tekin af öflugum íslenskum söfnum.
Hin síðari ár hafa söfn í auknum mæli gefið gaum þeim þætti
starfseminnar er snýr að notendum þeirra og eigendum. Þetta þýðir
að söfnin huga að því hvernig þau geti sem best þjónað því sam-
félagi sem þau starfa í. Þetta gera þau meðal annars með áherslu á
fræðslustarf og því að keppast við að ná til sem flestra því söfn eiga
jú að þjóna öllum.5 Þannig er lögð á það áhersla að söfnin séu þátt-
takendur í samfélaginu og að fólk upplifi og skynji að það eigi
erindi á þau og sé velkomið. Söfnin eiga í stuttu máli að vera í sterk-
um og gagnvirkum tengslum við samfélagið, þau eiga að skipta
máli og eiga erindi við fólk.6
Sjóminjasafnið í Reykjavík og ný grunnsýning
Sjóminjasafnið í Reykjavík er hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur.
Það var upphaflega sjálfseignarstofnun, byggt upp af eldhugum í
gömlu fiskverkunarhúsi Bæjarútgerðar Reykjavíkur á Granda. Reykja -
víkurborg studdi við rekstur safnsins auk Faxaflóahafna og ýmissa
fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi. Safnið var stofnað árið 2004 og
þá var lagður grunnur að þeirri fastasýningu sem lengst af stóð uppi
og nefndist Frá örbirgð til allsnægta.
sagan til sýnis 155
3 Vef. Samþykktir ICOM (Alþjóðaráðs safna), https://icom.is/samthykktir/islensk-
thyding-a-eldri-samthykktum-icom, sótt 1. mars 2019.
4 Vef. Safnalög, 141/2011. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2011141.html,
sótt 20. mars 2019.
5 Eilean Hooper-Greenhill, Museums and their Visitors (London: Routledge 1999),
bls. 1.
6 Þetta endurspeglast til að mynda í stefnu Borgarsögusafns fyrir árin 2014–2017.
Sú stefna byggir meðal annars á Menningarstefnu Reykjavíkurborgar og Safna -
stefnu á sviði Þjóðminjavörslu sem gefin er út af Þjóðminjasafni Íslands en það
er höfuðsafn á sviði menningarminja.
Saga vor 2019 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 13.5.2019 17:22 Page 155