Helga Law Journal - 01.01.2021, Page 20

Helga Law Journal - 01.01.2021, Page 20
Helga Law Journal Vol. 1, 2021 Pétur Dam Leifsson 2120 verið nefndur lærifaðir þjóðaréttarins, en slík upphefð telst þó jafnan umdeilanleg í ljósi þess í hversu miklum mæli hugmyndir annarra skiptu einnig máli fyrir þróun réttarins.34 Eigi að síður má slá því föstu að hann sé einn af helstu frumkvöðlunum á sviði þjóðaréttar.35 Húgó Grótíus var fæddur í Delft í Hollandi 10. apríl 1583 og ólst upp í samfélagi þar sem stríðsátök voru algeng, en fimmtán árum fyrir fæðingu hans hófst þjóðfrelsisstríð Niðurlendinga (Holland var stærsta ríkið í ríkjasambandi Niðurlanda). Stóð það stríð við Spánverja, með hléum, til 1648 þegar endir var bundinn á það með undirritun Westfalen-friðarsamninganna, en með þeim lauk þrjátíu ára stríðinu í Evrópu. Allt æviskeið Grótíusar litaðist mjög af því að ófriður ríkti í Evrópu og ólga var innan heimalands hans í Niðurlöndum. Þessar ytri aðstæður skýra að hluta til marga viðburði í lífi Grótíusar og höfðu án efa áhrif á það hvaða rannsóknir hann hafði áhuga á að stunda. Þrátt fyrir tíð stríðsátök einkenndist fyrri hluti ævi Grótíusar af miklum frama og veraldlegri velgengni. Hann fæddist inn í helstu valdastétt Hollands en faðir hans var embættismaður af ætt mikilla lærdómsmanna og í móðurfjölskyldunni voru kaupmenn sem tengdust hinu ört vaxandi viðskiptaveldi Austur-Indíafélagsins (VOK).36 Grótíus þótti óvenju bráðger, orti meðal annars ljóð á latínu átta ára að aldri og þremur árum síðar hóf hann nám við Háskólann í Leiden. Þar nam hann helst hugvísindi, bókmenntir og listir ásamt lögfræði. Grótíus lauk náminu fimmtán ára gamall þegar hann varði með láði lokaritgerð á sviði réttarheimspeki. Hinn ungi Grótíus varð síðan samherji og ráðgjafi háttsetts hollensks stjórnmálamanns, Johans van Oldenbarnevelt og fyrir tilstuðlan hans var Grótíus skipaður árið 1598 sem starfsnemi í sendinefnd Hollands við hirð Hinriks IV. konungs Frakklands.37 Frakkakonungur hafði miklar mætur á Grótíusi og kallaði hann „undrabarnið frá Hollandi“.38 Á meðan Grótíus dvaldi í Frakklandi nam hann lögfræði við hinn virta Orléans-háskóla og að loknu því námi sneri hann aftur heim til Hollands þar sem hann öðlaðist réttindi til að starfa sem málaflutningsmaður. Samhliða lögfræðistörfum sinnti Grótíus ýmsum öðrum fræðum, vísindum og listum ótengdum lögfræði eins og títt var um fræðimenn fyrri alda.39 Sem dæmi gaf Grótíus út vinsæla ljóðabók árið 1601 byggða á 34 Benedict Kingsbury og Adam Roberts, „Introduction: Grotian Thought in International Relations“ í Hedley Bull, Benedict Kingsbury og Adam Roberts. (ritstj.), Hugo Grotius and International Relations (Clarendon 2002) bls. 2–3; Bull (n 33) bls. 65. 35 Jan Klabbers, International Law (2. útg., Cambridge University Press 2017) bls. 5–6. 36 David J. Hill, „Introduction: The Work and Influence of Hugo Grotius” í A.C. Campbell (ritstj.), The Rights of War and Peace: Elibron Classics (Adamant Media Corporation 2005) bls. xiv. 37 Richard Tuck, „Grotius and Selden“ í J.H. Burns (ritstj.), The Cambridge History of Political Thought — 1450–1700 (Cambridge University Press 1991) bls. 499–500. 38 Á e. „The Miracle of Holland“. Hill (n 36) bls. 5. 39 Neff (n 32) bls. xiv. biblíusögunni um Adam og Evu sem varð til þess að hann varð þá þegar kunnur á meðal almennings í Hollandi.40 Árið 1604 fékk hollenska Austur-Indíafélagið Grótíus til liðs við sig í deilum sem tengdust átökum hollenskra og portúgalskra skipa á Indlandshafi.41 Portúgal, sem þá var í reynd undir stjórn Spánar, hafði lengi haft uppi þær kröfur að einungis mætti stunda verslun og viðskipti á Indlandshafi með leyfi þess en Holland viðurkenndi ekki slíkan einkarétt. Í þágu Austur-Indíafélagsins vann Grótíus að miklu verki um átök Hollendinga og Portúgala í Austur-Indíum frá sjónarhóli eðlisréttar og ius gentium. Árið 1609 var síðan gefin sérstaklega út einn hluti þessa rits undir heitinu Mare Liberum þar sem Grótíus færði rök fyrir því að úthöfin væru samkvæmt þeim rétti ekki tæk til töku einstakra ríkja heldur gilti þar frelsi og rataði ritið á lista yfir bönnuð rit hjá spænska rannsóknarréttinum.42 Framganga Grótíusar í deilunum við Portúgal þótti sérlega eftirtektarverð í heimalandinu og víðar og þegar árið 1607 var honum falið mikilvægt embætti ríkislögmanns og féhirðis fyrir Holland, Sjáland (Zeeland) og Vestur-Frísland.43 Ári síðar kvæntist Grótíus svo Marie van Reigersberg frá Sjálandi og reyndist hún honum jafnan mikil hjálparhella, meðal annars í þeim erfiðleikum sem steðjuðu að honum síðar á ævinni. Á næstu árum jókst veraldlegt vafstur Grótíusar og var hann skipaður æðsti embættismaður hinnar ört vaxandi hafnarborgar Rotterdam árið 1613.44 Á þessum umbrotatímum í Niðurlöndum voru uppi andstæðar fylkingar í trúmálum. Annars vegar var frjálslyndur armur þeirra sem voru mótmælendatrúar og hins vegar íhaldssamari hópur kalvínista, sem ríkisstjóri Niðurlanda, Maurice af Nassau, studdi. Grótíus beitti sér ekki beinlínis í þessum deilum en studdi þó opinberlega frjálslyndari arminn, enda tilheyrði velgjörðarmaður hans, Oldenbarnevelt, þeim hópi. Að lokum fór það svo að Maurice af Nassau og stuðningsmenn hans létu sverfa til stáls í lok ágúst árið 1618 með þeim afleiðingum að skoðanir frjálslynda armsins voru þá bannaðar sem villutrú, forvígismenn þeirra voru handteknir og í kjölfar réttarhalda voru þeir menn ýmist líflátnir eða dæmdir til langrar fangelsisvistar. Oldenbarnevelt var þannig tekinn af lífi fyrir landráð árið 1619 en Grótíus var dæmdur í ævilangt fangelsi og var gert taka út refsingu sína í hinum rammgerða Loevestein-kastala. Á meðan Grótíus sat inni í Loevestein-kastala fékk hann næði til að hefja á ný skriftir og var honum með reglulegu millibili sendur aragrúi fræðirita í bókakistu.45 Eftir því sem leið á fangelsisvist Grótíusar bar sjaldnar á því að verðirnir könnuðu hvað væri í bókakistum þeim sem bárust Grótíusi, enda voru þær jafnan aðeins fullar af bókum. Þegar tvö ár voru svo liðin af fangavistinni í 40 Sama heimild bls. xv. 41 David Armitage, The Free Sea — Hugo Grotius — Natural Law and Enlightenment Classics (Liberty Fund 2004) bls. xii. 42 Neff (n 5) bls. 133. 43 Robinson, Fergus og Gordon (n 10) bls. 216. 44 Neff (n 32) bls. xvii. 45 Lesaffer (n 12) bls. 360–361.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Helga Law Journal

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helga Law Journal
https://timarit.is/publication/1677

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.