Helga Law Journal - 01.01.2021, Síða 23

Helga Law Journal - 01.01.2021, Síða 23
Helga Law Journal Vol. 1, 2021 Pétur Dam Leifsson 2524 taldi að aðgreina bæri lög og trúarbrögð þar sem lögin snerust aðeins um veraldleg réttindi og skyldur. Jafnvel þótt guð væri ekki til myndi eðlisréttur gilda um þá birtingarmynd sem væru mennirnir og samfélag þeirra.58 Eðlisréttur væri eilífur og óumbreytanlegur á meðan mannasetningar, sem gátu ýmist verið staðbundinn réttur, gilt í ríki eða jafnvel í samskiptum ríkja með þeirra samþykki, byggðust á vilja valdhafanna.59 Þótt Grótíus hafi vissulega, líkt og ýmsir samtíðarmenn hans á borð við Francis Bacon, René Descartes og Galíleó, verið sporgöngumaður upplýsingarinnar þá kallaðist hann auðvitað í verkum sínum ríkulega á við hugmyndir fyrri tíma manna um lög og lögfræði og ber þar helsta að nefna þá Ísidór frá Sevilla, Tómas frá Akvínó, Francisco de Vitoria, Francisco Suárez og Alberico Gentili.60 Þá sótti Grótíus almennt, líkt og flestir samtíðarmenn hans, hugmyndir í speki Aristótelesar, til stóuspekinga, í klassíska hefð Rómarréttar og til biblíuskrifa, svo segja má að hann hafi hugmyndafræðilega allt eins verið fulltrúi hinna íhaldssömu miðalda fremur en síðari tíma hugmynda um lög og rétt.61 Sérstaða Grótíusar helgast hins vegar af því að það var hann er fyrstur setti með áhrifaríkum hætti fram hugmyndina um þjóðarétt sem heildstætt regluverk sem síðari tíma fræðimenn og fulltrúar ríkja tóku síðan einkum mið af.62 Að þess tíma hætti notaði Grótíus mikið líkingar milli einstaklinga og ríkja auk þess að beita afleiðslu (deduction) til að leiða fram reglur af eðlisrétti. Leit hann á ríki sem stærri einingar fyrir einstaklinga í tilteknum samfélögum og að valdhafar þar hefðu þegið fullveldisréttinn frá einstaklingunum. Af því hlyti að leiða að réttindi og skyldur ríkja gætu ekki verið annars eðlis en einstaklinganna sem þau leiddu rétt sinn frá.63 Hvað varðar eðlisrétt, sem var að mati Grótíusar æðsta réttarheimildin, þá taldi hann að sama grundvallarlögmál hlyti að gilda um ríki og einstaklinga í náttúrunni sem væri grundvallarrétturinn til að viðhalda sjálfum sér og er að segja má frumregla Grótíusar.64 Af henni leiddi Grótíus réttinn til að verja sig og til að tileinka sér nauðsynleg gæði án þess að gengið væri á réttindi annarra.65 Af því leiddi hann síðan fram þær grunnreglur að fyrir illvirki bæri að refsa en fyrir góðverk skyldi launa.66 Þá taldi Grótíus að öll réttarkerfi hlytu að byggjast á þeirri grunnreglu Rómarréttar að samninga bæri að virða og ríki yrðu því að vera í vissu jafnvægi og hafa bolmagn til að standa við samninga.67 58 Skirbekk og Gilje (n 7) bls. 251. 59 Neff (n 32) bls. xxii. 60 Robinson, Fergus og Gordon (n 10) bls. 214–217; Neff (n 32) bls. xxv; Richard Tuck, The Rights of War and Peace: Political Thought and the International Order from Grotius to Kant (Oxford University Press 1999) bls. 108. 61 Robinson, Fergus og Gordon (n 10) bls. 215; Neff (n 32) bls. xxi–xxii. 62 Hill (n 36) bls. 3–4. 63 Tuck (n 37) bls. 508–509. 64 Sama heimild bls. 506. 65 Sama heimild bls. 507–508. 66 Armitage (n 41) bls. xiv. 67 Robinson, Fergus og Gordon (n 10) bls. 217. Þýðingarmestu rit Grótíusar á sviði þjóðaréttar voru annars vegar De Jure Pradeae Commentarius (Grótíus hafði gefið handritinu nafnið De Rebus Indicis en útgefendurnir breyttu síðar heitinu) og hins vegar fyrrnefnt De Jure Belli ac Pacis. Eins og þegar hefur verið getið kom síðarnefnda ritið fyrst út árið 1625, en eingöngu einn kafli í hinu fyrrnefnda var birtur á meðan Grótíus var enn á lífi og nefndist sem fyrr segir Mare Liberum (Frelsi hafsins) og kom út árið 1609.68 Handritið að De Jure Pradeae kom hins vegar ekki fyrir sjónir almennings fyrr en árið 1864 þegar það var selt á uppboði og var það gefið út opinberlega í fyrsta skipti fjórum árum síðar.69 Náin tengsl eru milli þessara rita þar sem margar hugmyndir sem komu fram í De Jure Pradeae voru nánar útfærðar í höfuðritinu De Jure Belli ac Pacis. Í öðrum kafla De Jure Pradeae setur Grótíus fram níu algildar reglur og þrettán lögmál sem leiða af eðlisrétti. Reglurnar níu taldi Grótíus að flestir skynsamir menn gætu ekki vefengt. Lögmálin þrettán voru með einum eða öðrum hætti leidd af reglunum. Þau gildi (eða norm) sem leiddu af reglunum og lögmálunum væru æðri mannasetningum, þ.e. sett lög manna hlytu að víkja ef þau væru andstæð þessum gildum eðlisréttar. Það leiddi meðal annars af þessum eðlisrétti að menn mættu grípa til sjálfsvarnar og vernda það sem væri þeim mikilvægast. Jafnframt skyldi maður ekki skaða samborgara sína og ekki heldur taka sér verðmæti sem þegar tilheyrðu öðrum. Við túlkun á þessum reglum eðlisréttar ber að hafa í huga að Grótíus taldi þær einnig eiga fullum fetum við í samskiptum fullvalda og jafnstæðra ríkja. Með stoð í framangreindum frumgildum gat Grótíus dregið ýmsar ályktanir um það hvaða lög og reglur hlytu að gilda í samskiptum ríkja. Þannig kom fram í Frelsi hafsins að ólíkt því sem gilti um landsvæði þá gæti enginn tileinkað sér hafrýmið. Þetta stafaði að hans mati af því að hafið væri það stórt að enginn hefði tök á að viðhalda umráðum sínum yfir því til lengri tíma litið. Jafnframt leiddi hagnýting þess með siglingum, fiskveiðum og öðrum hætti ekki til tjóns fyrir neinn. Rök Grótíusar fyrir frelsi hafsins voru því öðrum þræði reist á því lögmáli að hver og einn mætti tileinka sér það sem ekki tilheyrði öðrum, sérstaklega ef sú tileinkun væri til þess fallin að hjálpa viðkomandi að lifa gagnlegu lífi. Af þessu leiddi að einkaréttur yfir hafsvæði yrði eingöngu réttlætanlegur með tilliti til ákveðinnar nauðsynjar, en hún væri almennt ekki fyrir hendi. Í öllum aðalatriðum var kenning hans sem sagt sú að hvorki eðlisrök né fyrirliggjandi mannasetningar gætu tryggt einstökum ríkjum eða mönnum rétt til að takmarka nokkrum frjálsa hagnýtingu hafsins. Aftur á móti viðurkenndi Grótíus síðar, í De Jure Belli ac Pacis, að ríki mætti tileinka sér hafsvæði nálægt ströndum sínum.70 Hagnýting hafsins skyldi því vera frjáls að frátöldu takmörkuðu svæði með ströndum ríkja sem samsvarar nú í megindráttum sjónarmiðum í þjóðarétti um landhelgi. 68 Þegar ritið kom upphaflega út var höfundur þess nafnlaus. 69 Hið heildstæða handrit af De Rebus Indicis uppgötvaðist ekki fyrr en afkomendur Grótíusar hugðust selja skjalasafn hans árið 1864, en 19. aldar útgáfan fékk sem áður segir heitið De Jure Praedae Commentarius. Tuck (n 60) bls. 81; Armitage (n 41) bls. xiii; Hill (n 36) bls. 7. 70 Richard Barnes, Property Rights and Natural Resources (Hart Publishing 2009) bls. 171.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224

x

Helga Law Journal

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helga Law Journal
https://timarit.is/publication/1677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.