Helga Law Journal - 01.01.2021, Síða 27

Helga Law Journal - 01.01.2021, Síða 27
Helga Law Journal Vol. 1, 2021 Pétur Dam Leifsson 2928 Grótíusi og fleirum, sem tilheyrðu arfleifð miðalda, þá vildi Hobbes í skrifum sínum sýna fram á að hið náttúrulega ástand mannlegs samfélags markaðist ekki af reglu eða því að maðurinn væri félagsvera líkt og Aristóteles hafði lagt áherslu á, heldur einkenndist tilvera manna miklu fremur af ótta, ofbeldi og óreiðu.79 Með hliðsjón af þessu varpaði Hobbes inntaki hefðbundins eðlisréttar fyrir róða en leitaðist við að sýna fram á að hinn eini sanni eðlisréttur helgaðist af þeim frumrétti manna að geta varið hendur sínar og af því leiddi frumskylda um að virða gerða samninga, einkum samfélagssáttmálann sem lægi sérhverju samfélagi til grundvallar til þess að halda mætti aftur af óreiðunni.80 Þessar hugmyndir Hobbes fólu í sér að valdhafar ríkja töldust þá heldur ekki bundnir á klafa fjölmargra reglna hefðbundins eðlisréttar heldur væru þeir fullvalda í skjóli samfélagssáttmálans um að tryggja vernd. Ólíkt veröld klassíska eðlisréttarins þá væri innbyggð togstreita einstaklingsréttinda og almannahags.81 Heimfært yfir á ríki gætu samskipti þeirra eftir kenningum Hobbes aðeins sætt þeirri reglu er leiddi af skýrum samningum þeirra á milli sem ættu hagsmuni af því að tryggja öryggi sitt og þegnanna. Hugmyndum Hobbes sér stað í verkum Spinoza (1632– 1677) og síðari tíma raunhyggjuhugmyndum um þjóðarétt, en þær eiga fremur fátt sammerkt með meginstraumskenningum af meiði eðlisréttar á 17. og 18. öld, sem birtast til dæmis í verkum Pufendorf, og fylgdu fremur hefðbundinni arfleifð þeirra Aristótelesar, Tómasar og Grótíusar.82 Þótt hugmyndir manna á borð við Hobbes hafi síðar haft þýðingu í kenningaflóru þjóðaréttarins voru það þó leiðandi 17. aldar lagahugmyndir Suárez og Grótíusar sem mörkuðu einkum skilin frá miðalda nálgun á samleik og þýðingu eðlisréttar og ius gentium þegar kom að ríkjum og samskiptum þeirra og í átt til þess þjóðaréttar sem við nú þekkjum. Segja má að lykillinn hafi öðru fremur verið sá að aðgreina þessi tvö réttarsvið þar sem inntak eðlisréttar og hreinar afleiður hans dugðu einfaldlega ekki lengur til þess að útskýra flókin samskipti ríkja þótt vissulega væru þau lög alþjóðleg í sjálfu sér. Grunnur eðlisréttar voru fastar reglur sem miðuðu við breytni og samskipti manna en ekki ríkja sem slíkra svo eðli ius gentium hentaði öllu betur sem tæki til þess að útskýra reglur sem giltu á milli ríkja almennt. En eftir daga Suaréz og Grótíusar þá bar fræðimönnum í breyttum heimi þó ekki alls kostar saman um áherslurnar. 79 Skirbekk og Gilje (n 7) bls. 262–263. 80 Neff (n 5) bls. 166–167. 81 Koskenniemi (n 4) bls. 85. 82 Hugmyndir Hobbes um samfélagssáttmála réttlættu völd þeirra fullvalda sem höfðu burði til þess að koma á reglu og uppfylla þannig samfélagssáttmálann. En fræðimenn á 17.–19. öld á borð við Locke, Rousseau og Mill sem kölluðust á við þessar hugmyndir Hobbes höfðu öllu meiri áhyggjur af því hvernig fara mætti með slíkt vald. 5 Kunnir sporgöngumenn Grótíusar á 17.–18. öld — Pufendorf, Wolff, Bynkershoek og Vattel Þótt deila megi um hversu mikla þýðingu lyktir þrjátíu ára stríðsins í Evrópu (1618–1648) höfðu fyrir tilurð nútímahugmynda um fullvalda ríki og tilurð þjóðaréttar sem sérstaks réttarkerfis í samskiptum þeirra þá ber þó flestum saman um að um það leyti hafi orðið viss vatnaskil hvað þetta varðar. Westfalen- friðarsamkomulagið 1648 var að lokum innsiglað annars vegar með friðargerð í Osnabruck milli Svíþjóðar og Hins heilaga rómverska keisaradæmis og þýskra prinsa og hins vegar friðargerð í Munster milli Frakklands og Hins heilaga rómverska keisaradæmis og þýskra prinsa. Sú aðild markar að staða hinna þýsku prinsa og ríkja þeirra var nú formlega viðurkennd sem aðgreind frá keisaranum.83 Einnig fól þetta í sér að staðfest var friðargerðin í Augsburg frá 1555 um að hvert fullvalda ríki ákvæði sinn sið.84 Enginn valdhafanna skeytti lengur um það þótt páfinn teldi slíka friðargerð hina mestu ósvinnu og að engu hafandi. Öld fullvalda ríkja var runnin upp og þau settu nú leikreglurnar í samskiptum sínum en þó með þeim fyrirvara að hugmyndir um eðlisrétt lifðu þó enn góðu lífi og raunar svo að stundum er vísað til tímabilsins frá 17. og fram á 18. öld sem gullaldar eðlisréttarins. En eðlisréttur átti nú sem fyrr þann fylginaut sem voru reglur af meiði ius gentium og sá fylginautur átti svo síðar eftir að vaxa og dafna samfara eðlisrétti og er leið að 19. öld vaxa honum yfir höfuð sem nálgun á lögin eins og síðar verður vikið hér frekar að.85 Eftir Westfalen-friðinn í Evrópu og fráfall Grótíusar um miðja 17. öld myndaðist að segja má stig af stigi nokkur hugmyndafræðilegur klofningur um réttan grundvöll þjóðaréttar milli eindreginna eðlisréttarmanna annars vegar og svonefndra Grótíusarmanna hins vegar, þótt flestir sporgöngumenn Grótíusar úr hópi eðlisréttarmanna með Pufendorf fremstan í flokki hafi einmitt talið sig vera að feta í fótspor hans.86 Í stórum dráttum lögðu eðlisréttarmenn áherslu á það að einungis eðlisréttur gæti verið grundvöllur bindandi reglna í samskiptum ríkja en Grótíusarmenn lögðu áherslu á að Grótíus hefði vísað til þess að ius gentium gæti jafnframt verið sjálfstæður grundvöllur slíkra reglna og byggði þá á sammæli ríkja. Almennt mætti einnig segja að aðferðafræði eðlisréttarmanna hafi lagt áherslu á rökhyggju og aðferð röklegrar afleiðslu út frá hinum óbreytanlegu reglum eðlisréttar á meðan hinn hópurinn var að fikra sig meira í átt að hagnýtri raunhyggju í krafti aðleiðslu með hliðsjón af eiginlegri framkvæmd og sammæli ríkja.87 Nokkur einföldun felst þó í að skipta fræðimönnum eindregið í tvær slíkar fylkingar því í raun var þetta meira eins og kvarði sem lá frá eðlisrétti og til þess 83 Robinson, Fergus og Gordon (n 10) bls. 213. 84 Klabbers (n 35) bls. 5. 85 Neff (n 5) bls. 140–141. 86 Robinson, Fergus og Gordon (n 10) bls. 219. 87 Neff (n 5) bls. 179.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224

x

Helga Law Journal

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helga Law Journal
https://timarit.is/publication/1677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.