Helga Law Journal - 01.01.2021, Page 49

Helga Law Journal - 01.01.2021, Page 49
Helga Law Journal Vol. 1, 2021 Pétur Dam Leifsson 5150 móta menn enn hugmyndir um samleik eðlisréttar og ius gentium sem þá fær nokkurs konar hlutverk sem afleiddur eðlisréttur til að útskýra samskipti á milli þjóða. Þegar eiginleg fullvalda ríki í nútímaskilningi taka að myndast í Evrópu frá og með 16. öld koma síðan fram fræðimenn á 17. öld á borð við Suárez og Grótíus sem leggja fyrstu drögin að þjóðarétti eins og við þekkjum hann og staða ius gentium í þeirri heimsmynd styrkist síðan stig af stigi eftir miðja 17. öld þótt eðlisréttur sé enn með í för allt fram á 18. öld. Á 19. öldinni hefur afsprengi ius gentium síðan að segja má náð því sem næst algerlega yfirhöndinni sem þjóðaréttur í formi þess sem þá var nefnt vildarréttur og myndu þá ýmsir ætla að þar yrðu sögulok. En sagan kennir okkur að henni lýkur sjaldnast með svo fyrirsjáanlegum hætti og það er vísast það sem hugmyndasaga þjóðaréttarins staðfestir. Þannig liggur fyrir að á 20. öld urðu menn mjög uppteknir af því að eindregin sýn vildarréttar væri einfaldlega alls ekki fullnægjandi tæki til að útskýra þjóðarétt til hlítar. Jafnvel ríkin virðast nú viðurkenna að það séu til gildandi reglur í þjóðarétti óháð samþykki þeirra og að þjóðaréttur í samtímanum sé ekki einungis réttarkerfi fyrir ríki í þágu ríkja heldur fjalli t.d. einnig um óumdeild mannréttindi einstaklinga. Hvort þessi ríkjandi frjálslynda 20. aldar sýn á þjóðarétt, hert í biturri reynslu heimsstyrjaldanna tveggja og kalda stríðsins á þessari núliðnu öld öfganna, verði upphaf að lengri þróun þar sem veröldin reiðir sig á samvinnu ríkja í alþjóðastofnunum og alþjóðasamfélagi eða aðeins fallegt blik í niði aldanna á eftir að koma í ljós, en framvindan nú í upphafi 21. aldar gefur ekki eindregin fyrirheit þar um. Heilt yfir mætti vísast álykta sem svo að þjóðaréttur eða fyrr á tímum ius gentium virðist jafnan hafa leitað þess jafnvægis á milli eðlisréttar og mannasetninga sem aldarfar sérhvers tíma virðist hafa gert ákall um. Þótt það hafi kannski ekki verið sérstakt markmið með þessu grúski þá hefur það eins og gengur leitt hugann að ýmsu fleiru sem tengist þessari þróunarsögu um samleik eðlisréttar og ius gentium í átt til samtímaþjóðaréttar sem vísast mætti þá rannsaka frekar eða huga að. Svo sem það álitaefni hversu vandasamt það kann að vera að flétta saman hlutverk óháðs fræðimanns og erindreka í þjónustu ríkis eins og til dæmis Grótíus og Martens gerðu í ríkum mæli. Sú persónusaga á sér svo samhljóm í hugmyndasögunni þar sem oft er vandasamt að reyna að flétta saman og greina í sundur hugmyndir um réttarkerfi sem kerfi hlutlægra lagareglna og réttarkerfi sem safn þeirra sjónarmiða sem réttlæta aðgerðir þeirra sem pólitíska valdið hafa hverju sinni. Þá vekur það sérstaka athygli hversu margir hinna helstu fræðimanna á sviði þjóðaréttarins voru alls ekki spámenn í eigin föðurlandi og voru jafnvel á flótta en fundu síðan góðu heilli nýjan farveg fyrir sitt ómetanlega framlag í öðrum ríkjum. Sú staðreynd að sá þjóðaréttur sem hér hefur verið lýst og eins og hann þróaðist fram á 20. öld verður einkum til sem vestrænt fyrirbæri felur ekki í sér að gert sé lítið úr þýðingu samskipta við aðrar þjóðir og síðar framlagi þeirra til þróunar réttarins sem kemur þó einkum til skjalanna eftir miðja 20. öld. Er ljóst að þróun þjóðaréttarins hefur einmitt jafnan verið háð því að ólíkir menningarheimar mætist og þróun hans verður þrátt fyrir viðleitni til hlutlægni sjaldnast tekin úr samfélagslegu samhengi hverju sinni. Ég hef nú kennt þjóðarétt og grúskað í þeim fræðum í hart nær tvo áratugi og jafnan haft af því mikla ánægju og vonandi komið nokkru góðu til leiðar á þeirri vegferð minni. Að leiðarlokum get ég víst bara sagt að þótt maður komist aldrei í mark á slíkri vegferð þá hefur ferðalagið verið afar gjöfult. Að endingu vil ég þakka sérstaklega öllum nemendum mínum í gegnum árin en þeir hafa jafnan öðrum fremur verið mér sú mikla hvatning að vilja halda áfram þessari för minni um ævintýralendur þjóðaréttarins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Helga Law Journal

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helga Law Journal
https://timarit.is/publication/1677

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.