Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 9

Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 9
ANDVARI FRÁ RITSTJÓRA 7 styrkur, og þar hefur hjónaband verið skilgreint sem „sáttmáli karls og konu“. Nú telst óheyrilegt að vilja halda við þann skilning, en leita jafnframt að formi til að blessa hjúskap samkynhneigðra sem löggjafinn hefur nú fullgilt. Þetta vildi fyrrverandi biskup íslands, Karl Sigurbjörnsson, gera og var úthrópaður fyrir, jafnvel sagður „hata samkynhneigða“, eins og lögmaðurinn Helga Vala Helgadóttir hélt fram í blaðagrein. Er það boðlegur málflutningur? Hitt málið er annars eðlis, þar er um að ræða fjölskylduharmleik sem harð- skeyttir femínistar vildu færa yfir á opinbert svið. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum ráðherra og sendiherra, hegðaði sér ósæmilega gagnvart ungri stúlku sem hann tengist fjölskylduböndum. Hann hefur margsinnis beðist fyrirgefn- ingar á athæfi sínu, sú fyrirgefning var ekki veitt og málinu skotið til dóm- stóla. Þar var því vísað frá og þá var ákveðið að opinbera það í fjölmiðlum. Afleiðing þess er sú að þessum snjalla stjórnmálamanni leyfist ekki, vegna andmæla femínista, að flytja fyrirlestra við Háskóla íslands um málefni sem hann hefur sérþekkingu á og hann var beðinn að tala um. Af hverju beygðu menn sig fyrir slíku ofríki? Það mætti áreiðanlega dæma ýmsa úr leik á opin- berum vettvangi ef svona strangt er farið í sakirnar í siðferðismálum. * Það vakti athygli í sumar að út var gefinn forsetaúrskurður um að forsætis- ráðherra tæki undir sig ýmsar stofnanir sem fara með þjóðlega menningu. Þar á meðal var Stofnun Arna Magnússonar í íslenskum fæðum. Eitthvað var þetta vanhugsað frá stjórnsýslulegu sjónarmiði enda frá því horfið stuttu síðar. Árnastofnun er akademísk rannsóknarstofnun í nánum tengslum við Háskóla íslands. Það er auðvitað langeðlilegast að slík stofnun heyri undir menntamálaráðherra eins og háskólar landsins. Ekki er ljóst hversu fer með aðrar menningarstofnanir sem tilteknar voru í forsetaúrskurðinum. Hvað sem formsatriðum líður er það vissulega fagnaðarefni að forsætisráðherra sýni þjóðlegri menningu sérstakan áhuga. Það er eins konar yfirlýsing um það að þjóðin öll standi fast að baki þeim stofnunum sem slíku eiga að sinna. í framhaldi af þessu má víkja að þeirri útgáfustarfsemi sem snýr sérstaklega að íslenskri menningarsögu. Nú eru áttatíu ár liðin síðan Hið íslenska forn- ritafélag hóf útgáfustarf sitt með útgáfu Egils sögu í umsjá Sigurðar Nordals árið 1933. Fornritaútgáfan var nokkuð öflug framan af, en síðan dofnaði yfir henni um skeið. Síðustu ár hefur hins vegar færst mikill kraftur í út- gáfuna. Hvert ritið af öðru kemur nú út, á síðustu árum m.a. Sverris saga, Morkinskinna og nú síðast saga Hákonar Hákonarsonar Noregskonungs „sem hirti frelsi vort“. Við eigum nú vaska sveit fræðimanna á þessu sviði og víst er ánægjulegt að þeir heiðursöldungar sem stýra Fornritafélaginu, Jóhannes Nordal og Jónas Kristjánsson, sjái svo góðan ávöxt forystustarfa sinna. Sumir láta sem rækt við þjóðlegar menntir feli í sér heimalningshátt eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.