Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2013, Page 10

Andvari - 01.01.2013, Page 10
8 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI búraskap. Því fer fjarri. íslensk menning er auðvitað partur vestrænnar menn- ingar og allir þeir sem ágætust verk hafa unnið í garði hennar eru nátengdir menntastraumum utan úr heimi. Það átti við um þá sem skráðu þær mið- aldabókmenntir sem við hömpum mest. En ekki er nóg að stara með glýju í augum á þann arf, heldur þarf að hyggja að menningarsögunni upp þaðan. A seinni árum hefur ýmislegt verið ritað af því tagi; íslensk bókmenntasaga og Islensk listasaga, hvor tveggja í fimm bindum, koma upp í hugann. Auðvitað eru slík verk umdeild, einkum þegar þau koma við samtímann. En við verð- um að rækja skyldur okkar í þessu. Miðaldabókmenntir okkar eru kaþólskar að uppistöðu og þeir sem sömdu fornsögurnar áeiðanlega menntaðir í kaþólskum fræðum. Síðan misstum við tengslin við þann heim og tókust þau ekki á ný fyrr en á nítjándu öld með kaþólsku trúboði á Islandi. A síðasta ári kom út merkileg bók um þann rithöfund sem kalla má merkasta ávöxt þess. Þar er átt við Jón Sveinsson, Nonna. Ævisaga hans eftir Gunnar F. Guðmundsson er enn eitt merkisrit í flokki íslenskra ævisagna, vönduð og ítarleg. Bók Gunnars nefnist Pater Jón Sveinsson - Nonni. Með því heiti er vísað til hinnar tvísæju myndar af þessum manni. Annars vegar er Nonni, eyfirski drengurinn sem lifir í ævintýrum sínum í Nonnabókunum, - hins vegar fulltrúi hinnar alþjóðlegu trúarstofnun- ar, jesúítapresturinn pater Jón. Það er markvert framlag til íslenskrar menn- ingarsögu að átta sig á þessum aðstæðum. Þótt Nonni hafi orðið frægur víða um lönd lágu rætur hans hér og þess vegna er hann íslendingum dýrmætur. Það er engin mótsögn í því að ala með sér heilbrigt stolt af þjóð sinni og menningu hennar og horfa um leið út um hinn víða heim. * Skáldið Einar Benediktsson var heimsborgari, sá maður í sinni samtíð sem einna mestur ljómi stafaði af. Hann orti frægt kvæði um væringja, menn sem öfluðu sér reynslu og orðstírs í útlöndum og notuðu það afl til að hefja eigin þjóð. Sumir héldu að íslenskir fjármálamenn upp úr aldamótum væru slík- ir menn og voru þeir jafnvel hafnir til skýjanna af þjóðhöfðingja landsins, raunar við góðar undirtektir þorra landslýðsins. Svo kom í ljós að brambolt þessara manna var loftið tómt. Við ættum að hafa brennt okkur nægilega á ábyrgðarlausum lukkuriddurum og geta nú gert meiri siðferðiskröfur til þeirra sem slá um sig á alþjóðasviði. Einar Benediktsson vildi vera mikill maður í fjármálaumsvifum. Það tókst honum raunar um sinn, en tapaði svo í glímunni með dramatískum hætti, eins og lesa má um í hinni fróðlegu þriggja binda ævisögu skáldsins sem Guðjón Friðriksson ritaði. En Einar lét eftir sig ómetanleg andleg verðmæti og það gat hann gert í krafti skáldsnilldar sinnar og víðtækrar reynslu af heiminum. Þess vegna er gott að minnast hugsjónar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.