Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 17
ANDVARI
VILHJÁLMUR ÞÓR
15
á Alþingi. Stjórnin studdist þannig ekki við þingræðislegt vald, en
leiðtogar flokkanna gátu ekki komið sér saman um myndun meirihluta-
stjórnar eða um stuðning við minnihlutastjórn með rætur í þinginu.
Miklir árekstrar höfðu orðið milli flokksforingjanna sumarið 1942 og
tvennar kosningar, en ríkisstjóri síðan myndað utanþingsstjórnina.
Undirbúningur og stofnun Lýðveldisins Islands var stærsta mál
utanþingsstjórnarinnar. Leysti hún það vel af hendi, og er þó vitað að
ríkisstjóri og forsætisráðherra hefðu sjálfir kosið aðra tilhögun og tíma-
setningu. Þá vann ríkisstjórnin að myndun formlegra ríkistengsla við
erlendar þjóðir og náði ágætum árangri í því. Sumarið 1944 voru fimm
sendiráð Islands komin á fót, í Kaupmannahöfn, Lundúnum, Stokkhólmi,
Washington og Moskvu. Margs konar verkefni önnur fylgdu stofnun
lýðveldis sem vonlegt var og voru þau öll leyst af hendi. Ríkisstjórnin
lagði grunn að utanríkismálum Lýðveldisins íslands og bjó í haginn
fyrir þátttöku íslendinga sem sjálfstæðs ríkis í alþjóðlegum stofn-
unum. Má í því efni nefna Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Alþjóðabankann,
Alþjóðavinnumálastofnunina, Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, Sameinuðu
þjóðirnar og stofnanir þeirra.
Meðal mikilvægustu verkefna var sambúðin við erlent herlið í
landinu. Almennt höfðu íslendingar fagnað því að bandamenn komu
hingað en ekki Þjóðverjar, en ekki leið á löngu uns andstaða reis og
pólitískt andóf. Ríkisstjórnin hlaut að standa í endalausu samninga-
stappi varðandi hersetuliðið og mikill fjöldi óvæntra vandamála og
árekstra fylgdi óhjákvæmilega hernáminu og hernaðarumsvifum í
landinu. Verður að telja að þau hafi hlotið afgreiðslu með ásættanlegum
hætti eftir því sem kostur var, en auðvitað var ríkisstjórnin í klípu and-
spænis herstjórninni.
En ekki gekk eða rak í viðleitninni til að koma jafnvægi á efna-
hags- og atvinnumál. Meðal fyrstu verka utanþingsstjórnarinnar var
að setja á verðlagsstjórn og bann á verðhækkanir, og fékkst samþykki
Alþingis fyrir þessu þegar 19. desember 1942. Snemmárs 1943 voru
sett lög um viðskiptaráð til að stýra innflutnings- og gjaldeyrismálum.
Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur hefur bent á að stjórnin hafi breytt
haftakerfinu og einskorðað það við skilvirkni í ríkjandi stríðsástandi.
Settar voru reglur um nýtingu farmrýmis togaranna fyrir nauðsynja-
vörur í heimsiglingu. Deilur stóðu við Breta frá nóvember 1942 fram í
febrúar 1943 um siglingar íslendinga til hafna á austurströnd Englands
og settu Bretar um skeið hafnbann vegna þess. Hinn 25. maí 1943 var