Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2013, Side 24

Andvari - 01.01.2013, Side 24
22 JÓN SIGURÐSSON ANDVARI Auðvitað harðnaði að sama skapi í andúð og samkeppni kaupmanna í höfuðstað Norðurlands, en þeim þótti félagið seilast allt of langt og víða til áhrifa og sýna einokunartilburði. Vitanlega var þetta stríð um markaðinn. Kaupfélagið efldist. Kaupmönnum fannst félagið skreyta sig með þjóðvakningarhugsjónum og þeim gramdist það. Ennþá verra var að hér var fjallað opinberlega um útreikning og ráðstöfun arðs sem hafði verið helgasta rekstrarleyndarmál. En samvinnufólkinu þótti það engin goðgá að vinna gegn gamalgró- inni stéttaskiptingu, ákvarða öllum arð eftir viðskiptum og samþætta mörg rekstrarsvið í opnu og lýðræðilegu félagi. Félagsmenn og for- ystumenn KEA litu á sjálfa sig sem þátttakendur í þjóðlegri endurreisn allrar alþýðunnar undir leiðsögn sjálfseignarbændastéttarinnar. Þessi stétt fyllti ungmennafélögin og vildi alls staðar gróðursetja þjóðræki- legan metnað og framfarahug. Það er engum ofsögum sagt að það var björt þjóðernisrómantík í loftinu, innan um öll vandræðin, fátæktina og vanefnin við að byggja og reisa upp og þoka framför þjóðarinnar áfram. Arið 1931 segir Vilhjálmur Þór í riti á vegum kaupfélagsins: „Engin ... atvinnugrein (sé)... KEA óviðkomandi, heldur ... beri því... að styrkja hverjar þær framkvæmdir sem líkur eru fyrir að geri félagsmenn efna- lega sjálfstæðari“. Þetta var nefnilega sjálfstæðisbarátta, heilagt stríð. Vilhjálmur Þór varð á skömmum tíma aðstoðarmaður Sigurðar Kristinssonar sem tekið hafði við forystu KEA af bróður sínum árið 1918. Vilhjálmur tók síðan við sem kaupfélagsstjóri 1. júlí 1923, kornungur að aldri, þegar Sigurði var fyrirvaralaust falið að^ taka við forstöðu Sambandsins, að Eiallgrími bróður sínum látnum. A þessum árum urðu margir merkisatburðir í sögu kaupfélaganna. Líklega skiptir mestu að árið 1921 náðist málamiðlun á Alþingi um samvinnulögin. Þau veittu samvinnufélögum trausta lagastoð og eyddu deilunum um tvöfalda skattinn sem þau höfðu sum tekist á við fram til þess. Aftur á móti skylduðu lögin félögin til samábyrgðar og þetta þrengdi vitaskuld að þeim. Fyrstu meginverkefni Vilhjálms sem kaupfélagsstjóra voru barátta upp á líf og dauða við skuldasöfnunina sem verðhrunið í lok fyrra stríðs hafði leitt af sér, bæði fyrir félagið sjálft og félagsmennina. Auðvitað kom það fyrir að kaupfélagsstjórinn taldi sig knúinn til að herða að félagsmanni vegna fjárskorts og út í frá var það stundum kallað ein- okunartilburðir. Vilhjálmur náði fljótt árangri, en hann þakkaði það eyfirskum bændum og taldi þá hafa sýnt þolinmæði, þrek og skilning.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.