Andvari - 01.01.2013, Page 27
ANDVARI
VILHJÁLMUR ÞÓR
25
sömu árum formaður sjúkrahússnefndar Akureyrar. Hann vann fyrir
Samvinnubyggingafélag Akureyrar og að ýmsum undirbúningsverkum
fyrir Laxárvirkjun, en lög voru sett um virkjunina árið 1937. Hann var
áhugamaður um kirkjumál og kom mikið að málum Akureyrarkirkju,
meðal annars ásamt Rannveigu systur sinni. Hann var sóknarnefndar-
maður 1929-1939, vann mikið að byggingarmálum Akureyrarkirkju og
þau hjónin færðu kirkjunni veglegar gjafir.
IV
Það er til marks um það traust sem Vilhjálmur Þór hafði áunnið sér sem
kaupfélagsstjóri á Akureyri að ríkisstjórn íslands fól honum að verða
aðalframkvæmdastjóri íslandsdeildar heimssýningarinnar í New York
1938. í framkvæmdastjórninni voru Haraldur Arnason kaupmaður,
Ragnar E. Kvaran landkynnir og Vilhjálmur Þór sem var formaður.
Skammur tími var til stefnu, sýningin var opnuð snemma í maí 1939
og stóð til nóvemberbyrjunar. Frá því er sagt að Vilhjálmur Þór hafi
fengið margs konar aðstoð og fyrirgreiðslu frá frænda sínum og nafna,
Vilhjálmi Stefánssyni landkönnuði, en hann kunni á marga hnúta í
stjórnarskrifstofum vestra.
Rúmlega sextíu þjóðir stigu þarna fram, en skerfur íslendinga hlaut
almennt lof og talsverða athygli. Sagt var að nú hefðu íslendingar fyrsta
sinni komið fram sem fullgild og fullburða þjóð meðal þjóðanna. Fór
Fiorello La Guardia borgarstjóri lofsamlegum orðum um það á sér-
stökum fundi 17. júní 1939. Talið var að tvær milljónir manna hið
minnsta hefðu séð íslensku deildina á sýningunni. Fyrir starf sitt að
sýningunni var Vilhjálmur gerður heiðursborgari í New York og eftir
að heim kom 1940 varð hann aðalræðismaður Bandaríkjanna á Islandi.
Meðan Vilhjálmur starfaði vestra var hann einnig ræðismaður
íslands þar, sá fyrsti, og stjórnarerindreki ríkisstjórnar Íslands og versl-
unarerindreki. Vitaskuld störfuðu íslendingarnir þarna að mörgum
verkefnum í senn. Ófriðarblikur dró á austurhimin og miklu skipti fyrir
þjóðarhag að kanna og opna viðskiptadyr í Vesturheimi. Þótt enginn
gerði sér grein fyrir því hvílík ósköp voru í vændum fundu menn að
mikið var í húfi.
Störf Vilhjálms Þór í Bandaríkjunum á þessum tíma hafa markað
tímamót í sögu íslendinga, bæði varðandi viðskipti, útflutningstæki-