Andvari - 01.01.2013, Page 34
32
JÓN SIGURÐSSON
ANDVARI
hafta- og skömmtunarkerfi sem aðrir, en hann gat alls ekki séð neina
ástæðu til þess að samvinnumenn sætu hjá og einkareksturinn fengi
einn alla úthlutun gæðanna. í þessu stappi stóðu þeir saman, Vilhjálmur
og Eysteinn Jónsson ráðherra sem var stjórnarmaður í Sambandinu. A
hitt borðið reru aðrir útgerðarmenn, kaupmenn og iðnrekendur ásamt
fulltrúum sínum á stjórnmálavettvangi. Þeir lærðu ekki síður á hafta-
og skömmtunarbáknið og flækjurnar í margfaldri gengisskráningu. Og
hver sakaði annan um siðferðisbresti í þessu, um Kveldúlfsmál, heild-
salaveldi, Sambandsofríki og fleira.
Sambandið varð aðili að Islenskum aðalverktökum sem önnuðust
verklegar framkvæmdir fyrir varnarliðið, og Reginn hf. átti að vinna
að nýsköpun í húsbyggingum. Ymsir töldu það órunum næst að sam-
vinnumenn tækju þátt í óþjóðlegu hermangi hlutafélaga, og sumir
fylltust öfund. Að forgöngu Vilhjálms áttu samvinnumenn mikinn
þátt í stofnun Áburðarverksmiðju 1954 og var hann stjórnarformaður
hennar til 1963. Auk þess tóku samvinnumenn þátt í undirbúningi
Sementsverksmiðjunnar. Vilhjálmur var kjörinn í stjórn Norræna sam-
vinnusambandsins. Og hann sat um árabil í bankaráði Landsbanka
Islands.
Margar sögur gengu af erfiðleikum og samningaþófi í ríkisstjórnum
Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á árunum um og eftir 1950, og
líka frá tíma samstjórnar undir forsæti Stefáns Jóhanns Stefánssonar
leiðtoga Alþýðuflokksins, en á tíma hennar á árunum 1947 til 1949
urðu höftin og skömmtunin hvað hörðust. Helmingaskiptastjórnir
Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vildu stefna að losun og frjáls-
ræði í viðskiptum og atvinnulífi, en náðu lengi vel litlum árangri vegna
ójafnvægis í þjóðarbúskapnum. Sem fyrr var lítill skilningur ráðandi
um heildarsamhengi þjóðhagsstærða, atvinnuástands, launaþróunar,
hagvaxtar, gengis og verðbólgu.
Sjálfstæðismenn voru iðulega mjög opinskáir í óánægju sinni yfir
samningaþrefi við framsóknarmenn og Sambandsmenn þegar köku var
skipt og viku þá oft að höfðatölureglunni. En reyndar var einnig tekið hart
á móti af margs konar samtökum, einkum úti á landsbyggðinni, og ýtt
á eftir framsóknarmönnum. Ólafur Thors leiðtogi Sjálfstæðisflokksins
orðaði það svo að þetta „sérstaka og sérkennilega Framsóknarmentalitet
sem þreytir menn: Aldrei að gera neitt nema fyrir kontant borgun.“
Framsóknarmenn og samvinnumenn töldu þetta gott hrós og voru Ólafi
þakklátir fyrir viðurkenninguna. Bjarni Benediktsson ráðherra orðaði