Andvari - 01.01.2013, Page 35
andvari
VILHJÁLMUR ÞÓR
33
þetta sama þannig: „Hugkvæmni framsóknarmanna við að finna nýjar
og nýjar ástæður fyrir aukinni ásælni SÍS var með ólíkindum.“ Ekki
þótti þetta verra. En sjálfstæðismenn mátu aðra náttúrlega eftir því hvað
var á döfinni, og þeim líkaði vel við Vilhjálm Þór þegar hann stóð með
þeim í varnarmálum íslands og beitti þá áhrifum sínum á framsóknar-
menn. Sérhver maður dæmir og metur af eigin sjónarhóli.
Arið 1951 verða þau merku tímamót að Sambandið stofnar sér-
stakt úrvinnslu- og sölufyrirtæki fyrir íslenskar sjávarafurðir á
Bandaríkjamarkaði, Iceland Product, sem síðar var nefnt Iceland
Seafood Corporation. A þessum árum og síðar færir Sambandið mjög
út kvíarnar í samstarfi við kaupfélög og aðra aðila á sviði útgerðar
og fiskiðnaðar. Varð sjávarútvegsgeirinn smám saman að meginstoð
í rekstri Sambandsins ásamt flutningum og útflutningi, einkum til
Bandaríkjanna, Bretlands, Þýskalands og austur um tjald. Árið 1951
stofnuðu samvinnufélögin og Sambandið Vinnumálasamband sam-
vinnufélaganna til að annast samningsgerð og samskipti á vinnumark-
aði.
Vilhjálmur tók þátt í undirbúningi að stofnun kjörbúðar Sambands-
ins í Austurstræti í Reykjavík, en þar var að ýmsu leyti brotið í blað um
tilhögun verslunar með sjálfsafgreiðslusniði. Árið 1954 hóf Samvinnu-
sparisjóðurinn starfsemi með þjónustu við almenning og kaupfélög
og undirbúningur var hafinn að stofnun banka. Undirbúningur var og
hafinn að smíð og kaupum á stórflutningaskipi, Hamrafelli, sem kom
1956 og varð stærsta skip í eigu íslendinga fyrr og síðar.
Utsjónarsemi Vilhjálms Þór má sjá af sögunni um flutning Sam-
vinnuskólans frá Reykjavík að Bifröst í Borgarfirði. Samvinnuskólinn
starfaði á efstu hæð Sambandshússins, en þröngt var orðið um skrif-
stofurými. Oskir höfðu lengi verið uppi innan samvinnuhreyfingarinnar
um að Sambandið kæmi sér upp aðstöðu á góðum stað á landsbyggðinni
fyrir aðalfundi, ráðstefnur og fleira. Höft voru á byggingu skrifstofu-
húsa og gistirýmis í Reykjavík og varð þar engu um þokað lengi. Aftur
á móti var heimilt að reisa skóla og heimavistaraðstöðu úti á landi. Og
ef hús úti á landi yrði nýtt fyrir skóla að vetri og gistingu að sumri, gæti
Sambandið lagt efstu hæðina í Sambandshúsinu undir skrifstofur sínar
án þess að þurfa sérstakt leyfi til.
Þá ber svo við að erfiðleikar eru í uppbyggingu nýrrar gisti- og veit-
ingaaðstöðu í landi Hreðavatns í Norðurárdal í Borgarfirði, einmitt við
þjóðveginn svo sem mitt á milli landsfjórðunga. Eigendur leituðu tilboða