Andvari - 01.01.2013, Page 36
34
JÓN SIGURÐSSON
ANDVARI
frá Fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík annars vegar og hins
vegar Sambandinu, og þótti þetta val fyndið. Sambandið tók útboðinu
1948, lauk byggingum 1951 og skólinn fluttist upp eftir haustið 1955.
í heimavistarhúsinu á Bifröst var gerð tilraun með vikursteypu sem
þó reyndist ekki svo vel sem vænst hafði verið. Þegar skólinn fluttist
lauk Jónas Jónsson frá Hriflu merkum starfsferli sem skólastjóri. Það
varð happ skólans, samvinnuhreyfingarinnar og þjóðarinnar að séra
Guðmundur Sveinsson tók við skólastjórn og stofnaði menningarsetur
að hætti lýðháskólamanna á Bifröst. Vilhjálmur Þór sló margar flugur
í einu höggi.
Árið 1952 átti Samband íslenskra samvinnufélaga hálfrar aldar
afmæli. Að því tilefni hélt miðstjórn Alþjóðasamvinnusambandsins
fund sinn á Islandi. Þá voru rúmlega 31 þúsund félagsmanna í Sam-
bandsfélögunum sem voru 56 talsins, eða um þriðjungur uppvaxinna
landsmanna. Samvinnuhreyfingin hafði náð miklum árangri á mörgum
sviðum undir forystu Vilhjálms Þór og hann naut almennrar virðingar
og þótti bera höfuð og herðar yfir aðra. Þegar Vilhjálmur skilaði búi
Sambandsins af sér í árslok 1954 var um það sammæli að hann skilaði
góðu búi. Sambandið var stórveldi meðal fyrirtækja landsmanna, með
mikil umsvif í útflutningi, innflutningi, vöruflutningum, iðnaði og
verslun og hafði um sig fjölda dótturfyrirtækja á ólíkum sérsviðum.
Umsvif Sambandsins voru skýrð og rökstudd með því að útflutnings-
tekjur væru nauðsynleg forsenda þeirrar almannaþjónustu sem sam-
vinnufélögunum var ætlað að veita. Þá var bent á að reynsla sýndi að
ekki veitti af því að hafa sameiginlega sjóði og sameiginlega þjónustu
til þess að mæta áföllum og víða í kaupfélögunum voru vissulega
mjög þröngar rekstraraðstæður. Vilhjálmur ákvað sjálfur að skipta um
starfsvettvang og væri nú tímabært að ungur foringi tæki við fleyinu.
Vilhjálmur Þór ól upp heila kynslóð stjórnenda og forystumanna og
gætti áhrifa hans þannig lengi eftir að hann sjálfur var horfinn af velli.
Auðvitað voru viðfangsefnin mörg og ýmislegt tókst ekki eins og hann
hafði stefnt að. Þannig varð rekstur Hamrafellsins þungur og óhjá-
kvæmilegt að leita í leigusiglingar erlendis eftir að ríkisstjórn Islands
hafði gert nýja samninga um olíuflutninga við erlenda aðila. Þetta tókst
um nokkurt skeið en síðan var skipið selt.
Reyndar er það viðurkennt að samvinnufélag og samvinnurekstur
henta best sem mótvægi lítilmagna og lyftistöng gegn markaðsbrestum
og ofurveldi annarra. Má segja að í íslensku samvinnuhreyfingunni hafi