Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 38
36
JÓN SIGURÐSSON
ANDVARI
í stjórnmáladeilum. Hafa lengi verið endurómar af þessu og sérstaklega
hefur hlutur Vilhjálms Þór þótt umtalsefni.
Olíumálið snerist um fjölþætt lögbrot og annað misferli sem einkum
snerti starfsemi Olíufélagsins hf., Hins íslenska steinolíuhlutafélags
hf. og varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Sumir þættir málsins voru
fjárdráttur og persónuleg auðgunarbrot, en aðrir brot á innflutnings-
og gjaldeyrisreglum samkvæmt þágildandi haftalögum, auk rangrar
skýrslugjafar og bókhaldsbrota. Meðal annars sættu menn kærum fyrir
ólöglegan olíuinnflutning og fyrir að flytja vörur inn á vallarsvæðið og
út af því og skipta um sendingar á leiðinni, en flutningar til varnarliðs-
ins nutu tollfrelsis. Og talið var að olía hafi verið flutt á milli tanka til
þess að skjótast fram hjá tolla- og gjaldeyrisskilareglum. Sögur gengu
af yfirheyrslum yfir Vilhjálmi Þór, að stundum hefði hitnað undir og
stundum frosið.
Ákæra var gefin út í mars 1962. Kæruatriði voru 36 alls. Tveir
framkvæmdastjórar og fimm stjórnarmenn sættu ákærum og auk þeirra
Vilhjálmur Þór sem fyrrverandi stjórnarformaður. Dómur var kveðinn
upp í Sakadómi Reykjavíkur 26. júní 1962. Það vakti meðal annars
undrun dómara að í sumum atvikum hefði verið auðsótt að leita og
fá tilskilin innflutningsleyfi. Að því er varðar Vilhjálm Þór er kjarni
málsins sá að hann var lögformlega ábyrgur sem stjórnarformaður
Olíufélagsins hf., skömmu áður en hann hvarf til annarra starfa, fyrir
einni ákvörðun sem leiddi síðan til framkvæmdar sem dæmd var
brotleg. í þessum skilningi var Vilhjálmur ábyrgur, en þó umfram allt
brotaþoli og fórnarlamb vegna misferlis undirmanna við framkvæmd
málsins.
Eina beina ákæruatriðið á hendur Vilhjálmi Þór var að hafa haustið
1954, skömmu áður en hann hætti sem stjórnarformaður Olíufélagsins
hf., mælt fyrir um tiltekið gjaldeyrislán Olíufélagsins hf. til Sambands
íslenskra samvinnufélaga vegna innflutnings frá Bandaríkjunum. I
dóminum segir um þetta: „Að fyrirlagi ákærða Vilhjálms ritaði ákærði
J... G.....og lagði fyrir að greiða skyldi ...“ Vilhjálmur upplýsti að
um var að ræða „bráðabirgðaráðstöfun til nokkurra vikna eða mánaða“
til „að halda almennum vörukaupum og innflutningi ... eðlilegum“,
en til stóð að rýmka um opinberar reglur um innflutning bifreiða til
landsins. í dóminum segir að hann „hafði ekki leyfi gjaldeyrisyfirvalda
til ráðstöfunar þessarar“, og að „ekki var leitað leyfis“ og „ekki gert
gjaldeyrisyfirvöldum grein fyrir“ þessu. Hér var ekki um sérflokkuð