Andvari - 01.01.2013, Page 39
andvari
VILHJÁLMUR ÞÓR
37
viðskipti að ræða heldur eina stóra millifærslu af mörgum í fjölþættum
daglegum viðskiptum og samverkefnum félaga í samsteypunni. Fram
kemur í dóminum að eitt félagið gerði skil á gjaldeyrisviðskiptum
árlega en annað ársfjórðungslega. Grafist var fyrir um upptök þessa
erindis innan Sambandsins og var það rakið til Véladeildar.
Rannsóknin sýndi að lánið hafði ekki verið endurgreitt og gert upp
innan uppgjörstíma samkvæmt gjaldeyrishaftareglunum og félagið
hafði ekki heldur leitað eftir eða fengið leyfi gjaldeyrisyfirvalda.
Einföld sekt lá við slíku broti. Málið varðaði formlega áritun stjórnar-
formanns, en það tengdist hvergi Vilhjálmi sjálfum að öðru leyti,
störfum hans eða persónulegum högum. Segja má að málið hafi helst
varðað skyldu stjórnarformanns til eftirlits og eftirfylgju með fram-
kvæmd eigin ákvörðunar eða samþykkis. Fram kemur að ekki var gerð
grein fyrir þessari millifærslu þegar gerð voru skil um gjaldeyrisvið-
skipti fyrir síðara hluta árs 1954 og ekki heldur fyrir fyrra hluta árs
1955.
I dóminum segir að enda þótt maður hverfi úr starfi „helst skila-
skyldan“, en jafnframt segir að Vilhjálmur virðist „ekki hafa gert
neinar ráðstafanir“ í þessu máli þegar hann hvarf til annarra starfa. Er
það í fullu samræmi við framburð Vilhjálms sjálfs, en hann hafði ekki
í fyrstu viðtölum munað eftir þessari millifærslu og síðan talið hana
hluta af almennum millifærslum innan samsteypunnar. Athygli vekur í
dóminum að annar maður er síðan sakfelldur um þetta sama sakarefni
fyrir ranga skýrslugjöf í árslok 1954 og á árinu 1955.
í dómi Hæstaréttar hinn 14. desember 1963 var Vilhjálmur Þór
sýknaður þar eð sök var fyrnd, en sektir annarra stjórnarmanna lækk-
aðar. Málsvarnarlaun vegna Vilhjálms skyldu greidd úr ríkissjóði, og
sýnir það afstöðu Hæstaréttar til þessa þáttar. Um er að ræða mál nr.
104/1962. I efnisútdrætti Hæstaréttar er málinu lýst svo: „Fjárdráttur.
Röng skýrslugerð. Brot gegn ákvæðum laga um tollheimtu og tolleftir-
lit, innflutnings- og gjaldeyrismál og um bókhald. Fyrning sakar.“ Að
því er lýtur að Vilhjálmi Þór var dæmt fyrir brot á 4. grein og 11. grein
laga nr. 88 frá 1953 um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, fjárfest-
ingarmála o.fl. Þessar greinar þágildandi laga fjölluðu um skilaskyldu
vegna gjaldeyris til íslenskra ríkisbanka og um vanrækslu og viðurlög.
I dómi Hæstaréttar er talað um kröfur sem gera verður til stjórnar-
manna í hlutafélögum yfirleitt og um refsiábyrgð vegna skorts á eftirliti
stjórnarmanna. Ótvírætt er að sem stjórnarformaður bar Vilhjálmur