Andvari - 01.01.2013, Page 42
40
JÓN SIGURÐSSON
ANDVARI
eftir ár og þegar nauðsynlegt varð að bregðast við erfiðleikum í útflutn-
ingsatvinnuveginum eða unnið var að gjaldeyris- og gengismálum í
kerfi með margföldu mismunandi gengi krónunnar, og þegar unnið
var að ríkisábyrgðum, lánamálum ríkisins og lánaútvegun erlendis. A
þessum árum urðu talsverðar breytingar í daglegum störfum við tækni-
og tækjavæðingu.
Arið 1956 var reynt að hafa áhrif á markaði með útgáfu vísitölubréfa
sem áttu að geta varist rýrnandi gildi peninganna. Arið 1957 var Lands-
bankanum skipt upp þannig að miðbanka- og seðlabankaverkefnin
voru sérgreind frá öðrum í skipulagi og starfsstöðvum. Seðlabankinn
hafði þá meðal annarra verkefna umsjón með útgáfu seðla og myntar,
gjaldeyriskaupum og gjaldeyrissölu til viðskiptabankanna og annaðist
gjaldeyrisviðskipti. Veðdeild og Stofnlánadeild sjávarútvegsins fylgdu
með í hluta Seðlabankans. Sameiginlegt bankaráð starfaði áfram, en
bankastjórn var tvískipt.
Það er til marks um stöðu og stefnu Landsbankans á þeim árum sem
Vilhjálmur Þór var þar bankastjóri að árið 1954 hafði bankinn gert
mjög ýtarlegar tillögur til ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í efnahags-
og fjármálum. Var unnið eftir þessari stefnu næstu árin í bankanum.
Bankastjórnin lagði þyngsta áherslu á aðgerðir til að slá á útlánaþensl-
una og stöðva hana. Hún lagði til að allt sparifé yrði skattfrjálst og
meira að segja laust undan framtalsskyldu, en með þessu taldi bankinn
að menn fengjust til að leggja sparifé inn á bankareikninga. Er þetta
merkilegur vottur um ráðandi viðhorf Islendinga til bankanna á þessum
tíma. Vantraust á fjármálakerfið hefur verið almennt allt frá eigna-
könnuninni í árslok 1947. Bankinn lagði til að opnað yrði kaupþing
með verðbréf, en fyrri tilraun hafði ekki orðið varanleg, og að gefin
yrðu út vaxtabréf með vísitölutryggingu. Hér bendir Landsbankinn á
verðtryggingu í fjármálagerningum. Og bankastjórnin gerir tillögur um
spariskírteini og happdrættisskuldabréf.
Margt af þessu endurtók bankinn ár frá ári og fékk mismiklar undir-
tektir. Landsbanki Islands - Seðlabankinn skilaði sérstakri ársskýrslu
fyrir árið 1957. Þar kveður enn við sama tón. Meirihluti bankastjórnar
setur þarna fram mjög eindregna hjöðnunar- og aðhaldsstefnu í efnahags-
og peningamálum og bendir á margvíslega erfiðleika við framkvæmd
hennar, ekki síst aukin endurkaup afurðavíxla. I óðaverðbólgu var við
ramman reip að draga og rekstur atvinnuveganna undir því kominn að
geta treyst á viðskiptin við Seðlabankann með afurðavíxla.