Andvari - 01.01.2013, Page 43
andvari
VILHJÁLMUR ÞÓR
41
✓
Arið 1961 þótti mönnum bankastarfsemi og fjármálakerfi þjóðar-
innar hafa náð þeim þroska að eðlilegt væri að skilja að fullu milli við-
skiptabankans Landsbanka íslands og miðbankans Seðlabanka íslands.
Þá var verkefnum, eignum og skuldbindingum endanlega skipt milli
bankanna sem tveggja aðgreindra ríkisstofnana, sérstakt bankaráð og
bankastjórn sett fyrir hvorn um sig, og gengið frá aðskilnaði á skrif-
stofum og allri umsýslu. Þetta var mikilvægur þáttur í alhliða aðgerðum
og nýskipan viðreisnarstjórnarinnar. Jón G. Maríasson seðlabankastjóri
varð formaður nýrrar bankastjórnar og dr. Jóhannes Nordal varð seðla-
bankastjóri auk Vilhjálms Þór.
Að mestu leyti fengust menn við sömu verkefni sem fyrr. Þannig
kom það í hlut Seðlabankans í byrjun að fjalla um afurðalán vegna ein-
stakra fisktegunda til útflutnings og um ábyrgðir vegna gjaldeyris fyrir
einstök fyrirtæki í milliríkjaviðskiptum. Seðlabankanum var falið að
undirbúa starfrækslu kaupþings verðbréfa. Bankanum var falið að sjá
um greiðslujöfnunarkerfi til að annast ávísanaskipti og greiða fyrir pen-
ingaviðskiptum og öryggi í fjármálakerfinu. Seðlabankanum var falið
að koma fram fyrir hönd Islands á vettvangi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
A fyrstu árum sjöunda áratugarins var Seðlabankanum meðal annars
falið að sjá um fjölþætt erlend samskipti, heimildir vegna erlendra lána
voru auknar, svo og heimildir til innlánsbindingar. Bankinn tók þátt í
stefnumótun á sviði fjármála og gjaldeyrismála, jafnvægisstefnu í hag-
stjórn, iðnþróunarstefnu og samráðsstefnu á vinnumarkaði.
Róttækar breytingar urðu á hagstjórn og efnahagsstefnu á þessum
árum. Eins og áður getur höfðu ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks upp úr 1950 leitast við að losa um höftin en ekki náð
fullum árangri. Ef til vill er skýrast að segja að vaxtarverkir og gelgju-
skeið hafi einkennt hagkerfið. Hafnbann í Bretlandi verkaði einnig til
þess að auka ríkisafskipti af útflutningi og innflutningi. Og stjórnvöldin
gripu áfram til haldreipa eins og þess að „læsa kaupmáttinn inni“ í
landinu með viðskiptahöftum, millifærslubákni og gengisskráningu,
eins og Eysteinn Jónsson kallaði þær aðgerðir. Báðir stjórnarflokk-
arnir vildu stefna að frjálsu viðskiptalífi en í báðum gætti líka annarra
sjónarmiða. Margir sjálfstæðismenn vildu framfylgja atvinnuskipulagi
með forræðishyggju í anda korporatisma en margir framsóknarmenn
aðhylltust skipulagshyggju í anda neo-merkantilisma.
Vinstristjórnin sem tók við völdum 1956 ætlaði sér mikla hluti.
Sameiginlegt framboð Alþýðuflokks og Framsóknarflokks, í „hræðslu-