Andvari - 01.01.2013, Page 53
andvari
VILHJÁLMUR ÞÓR
51
um að vera, en oftast var hann með hugann við eitthvað sem þurfti að
koma í verk.
Hann var mest inni á skrifstofu sinni, en gekk stundum um fyrir-
tækið, tyllti sér niður og ræddi við samstarfsmenn sína. Ég hygg að
hann hafi fremur lítið blandað geði við almenna starfsmenn utan þess.
Hann þótti snöggur upp á lagið og var í eðli sínu meiri höfðingi en
alþýðumaður. ... Hann var ekki aðeins duglegur og framsýnn, heldur
ígrundaði hann mál vel og undirbjó þau, en var þrátt fyrir það ákaflega
fljótur að taka ákvarðanir. ... Það hefur mikið að segja fyrir alla
menn hvaða öfl það eru sem drífa þá áfram. Ég veit að Vilhjálmur Þór
taldi sig vera að vinna fyrir þjóðfélagið allt þegar hann stóð í þessum
stórræðum. Það var driffjöðrin. Þó að hann bæri hag Sambandsins fyrir
brjósti, var það ævinlega hans leiðarljós að þetta gat verið til hagsbóta
fyrir fólkið í landinu. ... Hann var alveg laus við að vera að hugsa um
að komast sjálfur í einhverja aðstöðu þó að hann væri þeirrar gerðar
að ekki færi hjá því að honum yrði falin forysta þar sem hann kom að
verki.“
Andrés Kristjánsson átti viðtal við Vilhjálm Þór árið 1962. Vilhjálmur
sagði meðal annars við Andrés: „Ég skal segja þér að sá, sem starfar
af áhuga fyrir samvinnufélögin og hefur svolítið hugmyndaflug, á alltaf
óteljandi verk óunnin, og hann hefur ætíð margar áætlanir tilbúnar sem
hann bíður eftir tækifæri til að framkvæma og veit að þarf að koma
fram. Allir þeir nýju þættir sem ég fékkst við hjá Sambandinu voru
gamlir draumar, gömul áhugamál sem ég vissi að þurftu að rætast á
vegum samvinnuhreyfingarinnar. En alltaf er mikið - og líklega meira
- sem bíður framtíðarinnar. ... Reynslan hafði kennt mér að miklar
skyldur hvíla á þeim sem stjórna samvinnufélögum, fyrst og fremst
um að kappkosta góðan og ódýran rekstur, svo að standast megi allan
samanburð og samkeppni við aðra. Aðeins með því er unnt að nálgast
það takmark að samvinnufélögin geti létt lífsbaráttu og bætt hag félags-
manna sinna.“
Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri hafði mikil samskipti við
Vilhjálm Þór í árdaga flugs á Islandi. Hann segir um Vilhjálm í endur-
minningum sínum: „Ég hafði auðvitað heyrt Vilhjálms Þór getið. Mikið
orð fór af honum sem drífandi manni; hann var þá á besta aldri, rétt
innan við fertugt. Hann var m.a. frægur fyrir hraðan akstur og átti lengi
hraðamet milli Akureyrar og Reykjavíkur. Maður sem bar bersýnilega
skynbragð á hvers virði tími er ... Hann kom mér dugnaðarlega fyrir