Andvari - 01.01.2013, Page 59
PÁLL BJARNASON
„Annað eins skáldséní hafa íslendingar
aldrei átt“
Voru ummœli Tómasar um Bjarna Thorarensen
réttmœt?
Það er alkunna að Fjölnismaðurinn og presturinn Tómas Sæmundsson var
kappsfullur maður. Hann átti lengi við heilsubrest að stríða og því var líkast
sem honum lægi á að koma sem mestu í verk vegna þess hve skammur tími
gæfist. Hann hóf nám við Hafnarháskóla haustið 1827 og lauk meistaraprófi
í guðfræði rúmum fjórum árum síðar, í ársbyrjun 1832. Næstu mánuði var
hann um kyrrt í Kaupmannahöfn og bjó sig undir fræga ferðareisu sína um
Evrópu sem hann hóf snemma í júní. Ekki sat hann auðum höndum meðan
hann beið ferðarinnar. Hann vann að útgáfu á ljóðmælum Eggerts Olafssonar,
skrifaði grein í Skírni sem kom út þá um vorið, auk þess sem hann samdi og
kom á prent bæklingi sem nefnist Island fra den intellectuelle Side betragtet
og fjallar um ástand menningar og mennta á íslandi og hugmyndir Tómasar
um endurbætur, einkum í skólamálum. Hér er ætlunin að fjalla nánast ein-
göngu um það sem segir í bæklingnum um Bjarna Thorarensen og skáld-
skapariðju hans eða -iðjuleysi og vakið hefur nokkra athygli:
Et Digtergenie som kunde staae ved Siden af Justitsraad Thorarensen, har Island aldrig
f0r hans Tid besiddet; destomere er det at beklage, at han [...] ikke synes at agte paa sit
Kald til Musernes Tjeneste. [------] Ikke at benytte og udvikle et saadant Talent er at
foragte den herligste af alle Guds Gaver, er ligefrem at fornærme Poesiens hellige Aand!1
Þó að Bjarni hefði reyndar þá þegar getið sér gott orð sem skáld hafði hann
ekki fyrr hlotið opinberlega svo lofsamlegan dóm, en jafnframt hvassa gagn-
rýni, og ekki voru spöruð stóru orðin. Þar að auki birtist þetta á dönsku og
gat því borist víðar en ella. Það felst í orðum Tómasar að Bjarni byggi yfir
snilligáfu sem hann hefði látið undir höfuð leggjast að nýta fyllilega. Eflaust
hefur einhverjum fundist hann kveða fullsterkt að orði þegar hann gagnrýnir
Bjarna með miklu orðskrúði fyrir að „móðga heilagan anda skáldskaparins“
með því að rækta ekki þessa gáfu betur. Þetta mætti þó skilja sem hvatningu