Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2013, Page 61

Andvari - 01.01.2013, Page 61
andvari „ANNAÐ EINS SKÁLDSÉNÍ HAFA ÍSLENDINGAR ALDREI ÁTT“ 59 1826 og Skírnir sem tók við af Sagnablöðum 1827. Bjarni Thorarensen fékk birt kvæði í þeim öllum. Armann á Alþingi, sem Þorgeir Guðmundsson og Baldvin Einarsson gáfu út 1829-1832, kemur hér aðeins við sögu því að pers- ónur í fyrsta árgangi ritsins eru látnar kyrja fyrsta og síðasta erindi úr Eldgamla Isafold.5 Það var eina kvæðið frá Hafnarárum Bjarna sem prentað var meðan hann var á lífi, svo vitað sé. Bjarni sendi Grími Jónssyni það í mars 1818 og lét Þú nafnkunna landið fylgja með sem hann kvaðst telja „skárra“ en það fyrr- nefnda (BThBréf 1:7). Ekki er ólíklegt að það hafi verið ort af svipuðu tilefni, þ.e. sem minni Islands í einhverju samkvæmi, hvenær sem það hefur verið. Þú nafnkunna landið birtist í Klausturpóstinum í nóvember 1818, nefndist þar og eftirleiðis ísland og var fyrsta kvæði Bjarna sem birtist á prenti undir nafni hans. Eldgamla ísafold kom fyrst í danskri stúdentasöngbók árið 1819, hét þar Islands minni og var nefnt svo upp frá því.6 Það var endurprentað í íslenzkum sagnablöðum 1826 og að hluta til 1829 sem áður getur og er ljóst að þegar á dögum Bjarna hefur það notið mikilla vinsælda. Kvœðin í Klausturpóstinum 1818-1826 Magnús Stephensen ritstýrði og samdi sjálfur mestan hlut þess sem birtist í Klausturpóstinum. Hann vann að ljóðagerð af sama dugnaði og að öðru sem frá honum kom. Tímaritið kom út mánaðarlega í níu árgöngum, um það bil 200 síður á ári. Megintilgangurinn var að miðla fróðleik af ýmsu tagi og kvæðum var ætlað takmarkað rúm. Ritstjórinn komst brátt í vanda vegna þess hve margir óskuðu eftir að fá birt erfikvæði og grafskriftir. Hann kvart- aði undan því árið 1822 að fleira af því tagi bærist en hann gæti birt „vegna lengdar eða Klpóstinum ósamboðins forms“. Til að sporna við þessu offram- boði var ákveðið að greiða þyrfti fyrir birtingu grafminninga einn ríkisdal silfurs á hverja síðu.7 Þetta sýnir að þörf hefur verið fyrir slíkan vettvang þó að gæðum kveðskaparins væri oft áfátt. I árgöngunum níu eru alls um eða rétt innan við 60 kvæði (undanskildar eru þá grafskriftir sem að mestu leyti eru í óbundnu máli). Um 40 kvæðanna eru eftir 14 nafngreinda höfunda eða þýðendur, en höfundar annarra kvæða eru ónafngreindir, með fangamörkum eða dulnefnum. Ætla má að Magnús Stephensen eigi nálægt helmingi frumortra og þýddra kvæða í tímaritinu. Átta kvæði voru eftir Sveinbjörn Egilsson, fjögur eftir Jón Þorláksson og fjögur eftir Bjarna Thorarensen: Þjófabœn (merkt ,,T“), ísland (Þú nafnkunna land- ið), Kvæði á fœðingardegi Friðriks konungs VI og Vorvísa við leiði Geirs biskups Vídalíns. Auk þeirra eru þessir nafngreindir höfundar kvæða: Arnór Jónsson, Björn Gunnlaugsson, Guðmundur Torfason, Hannes Arnórsson, Hákon Jónsson, Jón Hákonarson, Jón Jónsson í Möðrufelli, Olafur Indriða-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.