Andvari - 01.01.2013, Page 62
60
PÁLL BJARNASON
ANDVARI
son, Þórður Sveinbjörnsson og Ögmundur Sigurðsson. Allir prestlærðir nema
Björn kennari við Bessastaðaskóla, Jón Hákonarson bóndi og Þórður sýslu-
maður, síðar dómstjóri. Um það bil þriðjungur kvæða í Klausturpóstinum er
um árstíðirnar þar sem fagnað er vori og sumri. Annar þriðjungur eru erfi-
kvæði, grafskriftir, kveðjur eða árnaðaróskir af ýmsum tilefnum. Ótalin eru
þá meðal annars ýmiss konar speki- og heilræðakvæði í anda upplýsingar.
Mörg kvæðanna eru með lagboðum og edduhættir eru algengir, ekki síst á
erfiljóðum og grafskriftum, en rímnahættir sjást ekki.
Þegar Bjarni sýndi Finni Magnússyni Veturinn í ágúst 1823 sagði hann um
tilefnið: „Eg hefi séð svo margar vorvísur mér til leiðinda.“ (BThBréf 1:158)
Spjótum er augljóslega beint að árstíðakvæðum Klausturpóstsins og fróðlegt
er því að skoða þau með samanburð við Veturinn í huga.
janúar 1819 birti Klausturpósturinn Árstíðirnar, þýðingu Magnúsar
Stephensens á kvæðinu The Seasons eftir enska skáldið James Thomson
(1700-1748). í inngangi þýðingarinnar segir Magnús m.a.: „Nýtt ár er oss upp
runnið; skammdegið hjá liðið; dagsbirtan glaðnar og lengist á ný; veturinn
hraðar sér á burt og flýr undan nálganda vori.“ Þýðingin er 70-80 erindi undir
fornyrðislagi. Þar er Drottinn ávarpaður og lýst hvernig dýrð hans birtist í
ólíkum myndum eftir árstímum. Um vetrartímann segir:8
Þig gjöra stormar
þrátt um vetur
og skýjabálkar
óttalegan.
Æða þeir allt um kring,
allt þeir skekja;
býsn í byljum ógna
á bylji ofan.
í maíhefti Klausturpóstsins 1819 birti Magnús kvæðið Sumarið 1819.9 í mynd-
ríku máli er lýst flóði vorleysinga sem er „þungað hæða frjóvgun“:
Bjart ljós og blíða
burt úr landi hratt
nótt, kulda, kvíða;
kápan hvíta datt
meyr af fold og fjöllum;
féll í gufu þýð;
leyst af lá og völlum
leið í himinvíð.
Þungað hæða frjóvgun flaut
flóðið gæða í móðurskaut.
Skiptin klæða skreyta laut,
skóg og fjallahlíð.