Andvari - 01.01.2013, Side 63
ANDVARi
„ANNAÐ EINS SKÁLDSÉNÍ HAFA ÍSLENDINGAR ALDREI Á1T‘
61
í Nýárskveðju Magnúsar í ársbyrjun 1820 er nefnd frjóvgun jarðar af völdum
vetrar sem minnir á hugmynd Bjarna í Vetrinum:10
Langri dimmu léttir frá;
líf og frjóvgun kveikja má,
heim um víðan blessun breiðir,
bitrum kvíða ver og eyðir.
Frjóvgun vetur foldu búi,
fríðki vorið blómin skjótt,
yndi sumars að oss snúi,
auki haustið forða gnótt.
í maí 1820 kom enn ein vorvísan eftir Magnús, Fyrsti sumardagur 1820:n
Veik burt efsti vetrardagur
vor svo kæti menn og víf.
Runninn sumars fyrsti fagur,
fjöll gullroðar kveikir líf,
farðu, mildi vetur! vel!
Von af þér eg glæðast tel:
Að fáir snúið foldar doða
frjóst í sumar, gróða boðað.
I apríl 1821 birtist Vetur og vor eftir Magnús;12
Fölnar á haustum foldarblómi;
fellur á vetrum skógarlauf,
svörtum hylst klökkum sunnuljómi,
samt fyrir geislum élin rauf.
Sig orma, dýra, fugla fjöld
felur, en jörðin blundar köld.
Eldgos og harðindi urðu Magnúsi tilefni til að yrkja kvæðið Veturinn 1821-
1822 og vorbatinn 1822P Þar eru árstíðirnar persónugerðar, veturinn fer á
fund Norðra föður síns og kvartar undan sumrinu:
„Skal sumar lengi happi hrósa,
fer hrokafrekt og drembið glósa,
útlægur norðri úr eg sé?“
Svo vetur mælti þykkjuþungur,
þegar af hitum jöklar sprungu,
skrældust nýlega fold og fé.