Andvari - 01.01.2013, Blaðsíða 65
andvari
„ANNAÐ EINS SKÁLDSÉNÍ HAFA ÍSLENDINGAR ALDREI ÁTT‘
63
Vorvísa Björns Gunnlaugssonar kom í júníheftinu, 8 erindi.16 Þar er kuldinn
„kampi freðinn" og sólin er „blíð“. Sumar lýsingarnar eru skondnar:
Syngja vötnum svanir á,
sólin fer í bað þeim hjá,
æðfugl sækir eyjar heim,
en vér nærfötin plokkum frá þeim.
Þegar hér var komið orti Bjarni Thorarensen Veturinn, að sögn sem andsvar
við öllum leiðinlegu vorvísunum sem hann hefði séð, en góð þykir honum
samt „vorvísa Björns mathematici Gunnlaugssonar, og er Musa hans þar ei
svo hornótt eða hvað sýnist þér?“ (BThBréf 1:158) Kvæðin tíu, sem hér voru
nefnd, birtust frá ársbyrjun 1819 til miðs árs 1823 og ævinlega er því fagnað
að veturinn hafi verið hrakinn á braut. Magnús Stephensen átti heiðurinn af
flestum kvæðanna.
Þó að greina megi sums staðar í Vetrinum enduróm frá ljóðmyndum
Magnúsar er afstaða og efnistök ólík. Bjarni dregur upp volduga persónu-
gervingu vetrarins, hann er hraustur og glæstur riddari, með ísskjöld og norð-
urljósabrúsk á hjálmi og býr í „heimum miðnáttar“ þar sem vorið og vellyst-
in, munaðarlífið, fá ekki þrifist. Riddarinn svæfir blómin, kreistir jörðina og
hún verður þunguð af hans völdum. Skáldið andmælir því að veturinn flýi,
hann færir sig aðeins um set, við sjáum hann að sumarlagi á fjallstindum.17
Fjölmargar skáldlegar myndir eru í kvæðinu og skal bent á þetta erindi sem
dæmi:
Afl vex því öflga
er hann þat nálgast,
harðnar Fjörgyn hans
í faðmlögum,
hverfist í demant
dreyri hennar,
en grænló skikkju
gránar ok hjaðnar.
Bjarni hefur líklega ekki beðið Magnús að birta Veturinn í Klausturpóstinum
og ritstjóri Sagnablaða rauk ekki upp til handa og fóta, eins og rætt er síðar.
Ekki er ætlunin að rekja öllu frekar kveðskapinn í Klausturpóstinum. Hann
var misjafn að gæðum, en fullyrða má að kvæði Sveinbjarnar Egilssonar eru
þar liprari en flest annað. Þar kveður við líkan tón og síðar heyrðist hljóma
í kvæðum lærisveins hans, Jónasar Hallgrímssonar, sem um þær mundir
þreifaði fyrir sér með yrkingar þó að leynt færi. Ritstjóri Klausturpóstsins
sá í einu tilviki ástæðu til að birta kvæði eftir ungt skáld, rúmlega tvítugt,
og fylgdi því úr hlaði með nokkrum orðum: „Af hendingu hefi eg var orðið