Andvari - 01.01.2013, Page 69
andvari
„ANNAÐ EINS SKÁLDSÉNl' HAFA ÍSLENDINGAR ALDREI ÁTT“
67
sjálfan sig, ort til heiðurs Steingrími Jónssyni, nývígðum biskupi, sem hefst
svo:25
Sárt syrgði Frón
síðustu prestforingja,
óð ævitjón
ört gjörðu nauðir þyngja;
Hannes inn ljúfa, góða Geir
Guð nam ei aldraða kalla,
áður en gleymast ítrir þeir
ísgráu jöklarnir falla.
í sama hófi til heiðurs biskupi var sungið íslands minni Bjarna og sem í yfir-
bótarskyni var það prentað í Sagnablöðum.26 En Kötlukvísl lá óbætt hjá garði.
Spyrja mætti með orðum Tómasar hvor þeirra, Bjarni eða Finnur, hafi fremur
„fornærmerað“ skáldskapargyðjuna.
Ef til vill var það Bjarna einhver sárabót að Magnús Stephensen birti í
Klausturpóstinum tvívegis grafskriftir Bjarna um Þórarin Öefjord.27 Þar
koma fyrir þessar þekktu ljóðlínur:
Er þegar ungir
öflgir falla
sem sígi í ægi
sól á dagmálum.
Enn skrifaði Bjarni í áðurnefndu bréfi til Finns, 3. mars 1824: „Um biskup
okkar sál. [Geir Vídalín] treysti eg mér sem stendur ekki neitt að kveða, enda
gjöra það margir betur en eg get, en þar sýnist mér þú ættir að koma til og
yrkja, maðurinn átti það skilið og þú ert fornvinur hans.“ (BThBréf 1:161)
Bjarni fékk þó fljótlega andann yfir sig því að „Vorvísa" hans um Geir Vídalín
birtist í Klausturpóstinum tveimur mánuðum síðar.28 Kvæðið orti Bjarni undir
sama bragarhætti og Kötlukvísl sem Finnur hafði „gleymt“ að birta. Líklega
hefur honum fundist til ofmikils ætlast að Finnur birti bæði Kötlukvísl og
kvæðið um Geir. Þess í stað tók Magnús Stephensen við því. Kvæðið hefst
þannig:
Hvað er það hið lága, sem grænkar við grind,
en gróður þó minni í mjúkhlýjum vind,
í svefnskála dauða berst annarra að
yfirsængunum? Því veldur nú það:
Hinn blíðlyndi blundar hér undir!