Andvari - 01.01.2013, Side 73
andvari
„ANNAÐ EINS SKÁLDSÉNÍ HAFA ÍSLENDINGAR ALDREI ÁTT“
71
Hver var staða Bjarna sem skálds í ársbyrjun 1832?
Jón Helgason komst svo að orði um stöðu Bjarna sem skálds fyrir 1830:
„Þegar komið var fram á þriðja tug aldarinnar gat ekki dulizt þeim fáu mönn-
um sem vit höfðu á, að Bjarni gnæfði að hæfileikum yfir alla sem skáld-
nafn báru á íslandi.“ (BThLjóðmæli I:liv) Þetta ber óneitanlega keim af áður-
nefndum orðum Tómasar Sæmundssonar, en ef litið er á þann kveðskap sem
birtist í tímaritunum á þriðja áratugnum er viðhorf þeirra skiljanlegt. Bjarni
ritaði nafna sínum Þorsteinssyni árið 1830 fróðlegan bréfkafla um skoðanir
sínar á skáldskap og skáldum samtímans (BThBréf 11:130-131). Hann undan-
skilur vitaskuld sjálfan sig, en fer viðurkenningarorðum um Jón Þorláksson,
Benedikt Gröndal Jónsson og Sigurð Pétursson sem hann telur bestu skáld
sinnar tíðar. Jón lést 1819, hinir 1825 og 1827 og höfðu þeir síðarnefndu lengi
látið lítið að sér kveða. Af þeim sem voru á lífi 1830 hrósar Bjarni Sveinbirni
Egilssyni einum fyrir „liðuga“ bragsmíði sem honum finnst skipta miklu
máli. „Meira er varið í liðugleikann en margur hyggur," segir Bjarni.35 Hann
minnist ekki á aðra sem ortu í áðurnefnd tímarit (fyrir utan Jón Þorláksson og
Sigurð Pétursson sem orti eitt kvæði í ísl. sagnablöð undir dulnefni).36
En hvað hafði Tómas Sæmundsson séð af kveðskap Bjarna í ársbyrjun 1832
þegar hann lagði mat á stöðu hans? Þá höfðu alls birst eftir Bjarna 16 kvæði
á prenti, tíu voru erfiljóð eða grafskriftir, þrjú önnur tækifæriskvæði: í tilefni
af afmæli konungs, konunglegu brúðkaupi og stofnun Fjallvegafélagsins, tvö
ættjarðarkvæði og eitt gamankvæði.
I Klausturpóstinum:
Þjófabœn. Höf. „T.“ Eignað Bjarna, 1818.
Island (Þú nafnkunna landið), 1818.
Kvœði á fæðingardegi Friðriks konungs VI, 1822.
Grafminning Þórarins Öefiords, 1823.
Grafminning Þórarins Öefiords og frændfólks, 1824.
Vorvísa við leiði Geirs biskups Vídalíns, 1824.
I íslenzkum sagnablöðum:
íslands riddari, 1821-22.
Útfararminning Stefáns Þórarinssonar, 1823-24.
Islands minni (Eldgamla ísafold), 1824-25.
Benedikt J. Gröndal, 1825-26.