Andvari - 01.01.2013, Page 74
72
PÁLL BJARNASON
ANDVARI
/ Skírni:
Grafminning yfir Steinunni Bjarnadóttur, 1828.
Brúðkaup Vilhelmínu Maríu og prins Friðriks Karls Kristjáns, 1829.
Fjallvegafélags byrjunar kvæði, 1831.
Eftir sr. Gísla Brynjúlfsson, 1831.
Einnig á prenti fyrir 1832:
íslands minni í Studenterviser 1819 og að hluta til í Ármanni á Alþingi
1829.
Jón Jónsson aðjúnkt, sérprent, 1820.
Til minningar um Jón Eiríksson, þýðing, í ævisögu Jóns, 1828.
Oprentuð kvœði:
Ætla verður að Tómas hafi þekkt öll framangreind kvæði, en óvissa er um þau
sem Bjarni hafði þá þegar ort, en birtust fyrst á prenti síðar. Nokkrar líkur eru
þó á að Tómas hafi þá þekkt mörg ef ekki flest af eftirfarandi óprentuðum
kvæðum:
Veturinn sendi Bjarni Finni Magnússyni 1823 og kvæðið var prentað í
Skírni snemma vors 1832,37 og líklegt að það hafi verið Tómasi vel kunnugt
eins og síðar verður vikið að.
Kötlukvísl fékk Finnur sent 1824.
Við dauðafregn dr. Gísla sendi Bjarni Finni 1827.
Erfiljóðið um Rannveigu Filippusdóttur tjáði Bjarni sig um við Finn árið
1826.
Sigrúnarljóð voru óprentuð en til í mörgum uppskriftum og hafa verið á
vitorði margra, þar á meðal Jónasar Hallgrímssonar sem sagður er hafa þulið
þau yfir skólafélögum sínum á Bessastöðum veturinn 1828-29 og er þá ekki
langsótt að álíta Tómas hafa þekkt þau líka.38
Hugsanlegt er að Tómas hafi kynnst fleiri kvæðum Bjarna á Bessastaðaárum
sínum 1824-27. Páll Melsteð nefndi í minningum sínum frumsamin og þýdd
kvæði eftir Bjarna sem skólapiltar á árum hans þar, 1828-34, hefðu sungið
þó að þau hefðu þá ekki birst á prenti, svo sem Goða það líkast unun er og
Kysstu mig hin mjúka mær,39
Stakan um Fljótshlíð og kvæðið Til móður minnar voru bæði ort 1828 og
Tómas þekkti þau óprentuð, að líkindum áður en hann ritaði bækling sinn,
eins og rakið er hér á eftir.
Enn er ógetið kvæðisins um Sæmund Magnússon Hólm sem er meðal
merkustu kvæða Bjarna. Sæmundur lést 1821 og líklegt að Bjarni hafi ort